Hvað ef jörðin væri í öðru sólkerfi?

Hefur sérstök samsetning sólkerfis okkar áhrif á tilvist jarðar – og kviknun lífs?

BIRT: 31/01/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Við fyrstu sýn virðast aðrar plánetur í sólkerfinu ekki skipta miklu máli fyrir jörðina. Við erum á braut um sólina og það er orka hennar sem gerir lífi kleift að dafna á þessum dásamlega hnetti okkar. En samsetning sólkerfis okkar – og þá ekki síst staðsetning annarra pláneta í sólkerfinu – skiptir í raun sköpum fyrir það að líf skuli hafa kviknað og náð að þróast.

 

Fyrst og fremst ræður það úrslitum að Júpíter skuli ekki vera nær sólu en raun ber vitni. Í mörgum fjarlægum sólkerfum hafa risaplánetur eins og Júpíter smám saman endað á sporbrautum nærri stjörnum sínum. Ef hið sama hefði gerst með Júpíter, hefði gasrisinn annað hvort gleypt í sig jörðina eða þeytt henni lengst út í geim.

 

Tölvulíkön sem herma eftir þróun sólkerfisins, sýna auk þess að Satúrnus, Úranus og Neptúnus hafi upprunalega verið mun nær sólu. Á ákveðnu 100 milljón ára tímaskeiði ríkti mikil ringulreið og þessir risar færðust á brautir fjær stjörnu okkar. Einnig má vera að þá hafi fimmta plánetan slöngvast lengst út fyrir sólkerfið. Hefði þetta kaótíska skeið varað lengur eða verið öflugra er víst að sólkerfið liti allt öðruvísi út.

 

Í flestum sviðsmyndum hefði einhver gasrisanna gleypt jörðina, hún endað sem skraufaþurr og óbyggilegur hnöttur eða jafnvel fengið svo mikið vatn að hún hefði verið hulin hafi.

 

Júpíter sópaði til sín smástirnum og halastjörnum

Saga jarðar er að miklu leyti mótuð af árekstrum við smástirni og halastjörnur. Öflugt þyngdarsvið Júpíter hefur hins vegar sogað til sín lang stærstan hluta slíkra óboðinna gesta. Það þýðir að líf hefur samt sem áður náð að kvikna og þróast þrátt fyrir fjölmarga árekstra.

 

Það vatn sem er til staðar á jörðinni er nauðsynlegt fyrir allt líf en það hefur borist hingað með halastjörnum. Of fáir árekstrar hefðu mögulega komið í veg fyrir að líf gæti dafnað hér og of margir árekstrar hefðu getað gert útaf við það líf sem náði þó að kvikna.

BIRT: 31/01/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is