Ekkert land hefur oftar háð stríð en Stóra – Bretland. 109 slík til þessa – samkvæmt einni úttekt. Fyrir samband Englands og Skotlands árið 1707 höfðu Englendingar staðið í 19 stríðum.
Flest þeirra áttu sér stað á heimsveldistíma Stóra – Bretlands, sem hófst fyrir alvöru á 16. öld.
Í nýlendunum gripu ýmsir landstjórar einatt til vopna til að bæla niður uppreisnargjarna innfædda höfðingja og fursta.
Stundum voru slík stríð háð í óþökk yfirvalda í Lundúnum, enda blöskraði þeim kostnaðurinn við slík átök.
Á 19. öld stóðu Bretar í hernaði víðs vegar í heiminum, enda var heimsveldi þeirra risastórt og taldi margar þjóðir og þjóðabrot.
Á árinu 1864 háðu þeir sem dæmi háðu þeir tvisvar sinnum stríð gegn Ashanti – þjóðinni í Afríku, þrisvar sinnum við Maóra á Nýja Sjálandi og einu sinni gegn Bhutan norðan við Indland.