Náttúran

Hvaða núlifandi dýr hefur breyst minnst?

Vitað er að framþróunin breytir dýrunum, en hvaða dýr hefur breyst minnst?

BIRT: 08/06/2024

Hugsum okkur dýrategund sem lifir í stöðugu umhverfi og hefur þróað tiltekna æxlun og lifnaðarhætti þar sem breyting á dýrinu fæli ekki í sér aukna möguleika á að fjölga sér eða að komast af, þá getur sú tegund í raun réttri haldist óbreytt í milljónir ára.

 

Það dýr sem þróunarlíffræðingar meta að hafi breyst hvað minnst með tímanum er halakörturækjan, sem er ferskvatnskrabbadýr sem lifir í pyttum um mestallan heim.

 

 

Halakörturækjur eru með þriggja til fimm sentímetra langan skjöld og u.þ.b. 50 fótapör á liðskiptum búknum. Fundist hafa steingerð dýr þessarar tegundar sem eru um 200 milljón ára gömul og líta út nákvæmlega eins og dýrin sem lifa í dag. Líffræðingar kalla halakörturækjur þess vegna dæmi um lifandi steingervinga. Þó svo að þessi umræddu dýr líti út nákvæmlega eins og steingervingarnir þá þykir ósennilegt að engar breytingar hafi orðið á dýrunum. Það eru nefnilega einungis harðir hlutar dýrsins sem varðveitast sem steingervingar, ekki innri líffæri þess og atferlið.

 

Skeifukrabbinn er önnur dýrategund sem virðist hafa yfir að ráða mjög lífvænlegri líkamsbyggingu, því núlifandi skeifukröbbum svipar mjög til 450 milljón ára gamalla steingervinga. Meðal örfárra breytinga á dýrinu má nefna fækkun liða á afturbúknum. Þá hafa skjaldbökur einnig þróast mjög hægt, en skjöldurinn og önnur einkenni dýrsins hafa sést í steingervingum sem eru meira en 200 milljón ára gamlir.

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.