Aðeins 20 mínútur. Þetta var sá tími sem Loðvík 19. réði ríkjum í Frakklandi þegar hann erfði krúnuna eftir föður sinn Karl 10. þann 2. ágúst 1830.
Franska konungdæmið var í molum eftir frönsku byltinguna en konungurinn Loðvík 16. hafði verið tekinn af lífi árið 1793.
Eftir fall Napóleons endurreistu nokkrir af ættingjum Loðvíks raunar konungdæmið og Karl 10. var krýndur sem konungur Frakklands árið 1824.
Stjórnartíð nýja ríkisarfans einkenndist af miklum átökum milli konungsvaldsins annars vegar og máttlítilla lýðveldissinna hins vegar en þeir síðarnefndu vildu velta konunginum úr sessi.
Árið 1830 sá Karl 10. sér fært að samþykkja ýmis lög sem m.a. takmörkuðu prentfrelsi og uppleysti þann hluta þingsins sem var honum andsnúinn.
Loðvík 19. ríkti aðeins í 20 mínútur áður en hann afsalaði sér krúnunni.
Eiginkonan vildi verða drottning
Þessar aðgerðir konungsins kölluðu fram mótmæli, þar sem íbúar Parísarborgar reistu götuvirki og réðust til atlögu við herinn.
Í lok júlímánaðar árið 1830 höfðu borgararnir tekið völdin í París og ógnuðu með að ráðast til atlögu við höllina þar sem konungurinn dvaldi.
Karl 10. sá enga aðra leið út úr ógöngunum en að afsala sér krúnunni og láta syni sínum Loðvíki 19. eftir völdin.
Innan við 20 mínútum eftir þetta lýsti Loðvík því hins vegar yfir að hann óskaði ekki eftir að taka við krúnunni.
Sagnir herma að Loðvík hafi varið þessum 20 mínútur á að hlýða á röksemdir eiginkonu sinnar sem grátbað hann um að afsala sér ekki konungdæminu.