Egypsk þjóðsagnagröf mögulega fundin

Leyndar híróglífur og óþekkt múmía sem fundust í Dal konunganna í Egyptalandi benda til þess að fundin sé gröf sem lengi hefur verið leitað.

BIRT: 01/04/2023

LESTÍMI:

3 mínútur

Breski fornleifafræðingurinn Nicolas Reeves hefur fundið leyndar híróglífur sem gætu þýtt að Nefertiti drottning liggi í leyniherbergi á bak við vegg í gröf Tútankamons.

 

Þessi uppgötvun kemur því sem næst nákvæmlega einni öld eftir að grafhýsi Tútankamons fannst 4. nóvember 1922.

 

Brjóstmynd af Nefertiti fannst árið 1912 við Tell el-Amana og eftir að gröf Tútankamons fannst hafa sérfræðingar í fornfræði Egyptalands talið að gröf hennar hlyti að vera þar í grennd.

Árið 2015 gáfu myndir í hárri upplausn til kynna mögulegar leynidyr í grafhýsinu.

 

Nicolas Reeves tókst að sanna að innan undir máluðu yfirborði veggjanna leyndust línur sem bentu til þess að þar væru dyr.

 

Árið 2020 sýndu svo jarðradarmyndir að fáeinum metrum frá gröf Tútankamons væri holrými sem gæti verið herbergi eða gangur.

 

Og nú hefur Nicolas Reeves fundið híróglífur sem renna enn frekari stoðum undir þessa kenningu.

Bak við veggina tvo sem greina má á myndinni, leynast tvö herbergi. Annað þeirra gæti verið gröf drottningarinnar Nefertiti.

Faldar híróglífur vísa leiðina

Í grafhýsi Tútankamons eru sporöskjulaga skrautrammar með línu undir og í rammanum er nafn einhvers konungborins. Þessir skrautrammar sýna Ay, faraóinn sem tók við af Tútankamon og annaðist greftrun fyrirrennara síns.

Skrautrammar í gröf Tútankamons með híróglífum sem þýða „Tútankamon, drottnari yfir On af Efra-Egyptalandi“ og konungsnafn hans „Nebkheperura".

Með nákvæmum rannsóknum hefur Reeves sýnt fram á að skrautrammarnir hafi verið málaðir yfir eldri ramma sem sýna að Tútankamon hafi jarðsett fyrirrennara sinn – sjálfa Nefertiti.

 

„Ég get nú sannað að undir Ay-skrautrömmunum eru aðrir sem sýna Tútankamon sjálfan sem sannar að þetta hafi upprunalega sýnt að Tútankamon hafi jarðsett fyrirrennara sinn, Nefertiti. Slík skreyting ætti alls ekki að vera í gröf Tútankamons,“ útskýrði Reeves fyrir The Guardian.

 

Reeves telur að þegar Tútankamon lést aðeins 19 ára að aldri, hafi prestarnir þurft að grípa til grafhýsis sem þegar var til staðar. Því hafi gröf Nefertiti verið notuð en múmía hennar flutt innar. Nú bíður hann eftir greiningum á hitamyndum og myglusveppum.

 

Ein drottning til viðbótar fundin

Hitt getur þó líka verið að afhýsið reynist tómt. Aðrir vísindamenn hafa gert aðra uppgötvun.

 

Þeir telja sig hafa fundið múmíur bæði Nefertiti og Ankhesanamun – eiginkonu Tútankamons – ásamt fleiri múmíum í annarri gröf.

Tútankamon fær blóm frá eiginkonu sinni Ankhesenamun. Þessi mynd er á loki öskju sem fannst í gröf Tútankamons.

Nú bíða menn eftir greiningum á erfðaefni þessara tveggja múmía og CT-skannamyndum af andlitsdráttum kvennanna tveggja sem vænst er í október 2023.

Mynd af gröfum í Konungadalnum. KV62 inniheldur gröf Tútankamons, en í KV35 gætu múmíur Nefertiti og/eða Ankhesenamun verið.

Alabastursmynd sem sýnir Akhenaten (hægri – höfuð vantar), Nefertiti (miðju) og dóttur þeirra Meritaten (vinstri).

Akhenaten, Nefertiti og Tútankamon

Akhenaten ríkti í Egyptalandi frá u.þ.b. 1353-1334 f.Kr.

Fyrir valdatíð Akhenatons tengdust nokkrir forneygypskir guðir guðinum Amun.

 

En eftir að Akhenaten komst til valda bannaði hann tilbeiðslu margra guða og lýsti því yfir að hann væri holdgervingur eins guðsins: Aten, æðstu prestunum til mikillar gremju.

 

Nefertiti drottning var gift Akhenaten og ríkti ein eftir dauða hans.

 

Seinni tíma faraóar og æðstu prestar eyðilögðu allar skriflegar heimildir um Akhenaten og Nefertiti, sem eru aðeins nefnd „óvinurinn“. Því hefur líka verið erfitt að finna grafarstaði þeirra.

 

Tútankamon var sonur Akhenatens og Nefertiti var móðir hans eða stjúpmóðir.

 

Eftir dauða Nefertiti innleiddi Tútankamon fjölgyðistrú að nýju.

BIRT: 01/04/2023

HÖFUNDUR: AF SØREN ROSENBERG PEDERSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Philip Pikart/Wikimedia,© Shutterstock,© Mark Miller/Wikimedia,© Tiger cub/Wikimedia,© Kingtut/Wikimedia,© Osama Shukir Muhammed Amin FRCP(Glasg)/Wikimedia

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is