Egypskt virki á Sinai átti að hrífa gesti

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Við gamla herleið milli Egyptalands og Palestínu hafa fornleifafræðingar frá egypska menningarráðuneytinu fundið virki sem byggt hefur verið í tengslum við fjögur musteri. Eitt musteranna er hið stærsta, gert úr leirmúrsteinum, sem fundist hefur í Sinai-eyðimörkinni. Þetta musteri er 70×80 metrar að grunnfleti og veggirnir 3 metra þykkir.

Tilgangur þessa stóra musteris og virkisins kynni að hafa verið að vekja hrifningu og aðdáun hátt settra sendimanna og herforingja á leið til og frá Egyptalandi. Auk þessa 3.000 ára gamla virkis og musteranna fjögurra, hafa fornleifafræðingarnir fundið margt annað áhugavert meðfram þessari leið, sem nefndist Hórusvegur eftir Hórusi, guði himinhvelfingarinnar, en hann var með fálkahöfuð. Árið 2008 fundust t.d. rústir pakkhúsa með hveiti og vopnabirgðum fyrir egypska hermenn.

Samkvæmt áletrunum á veggjum Karnakmusterisins í Lúxor var Egyptaland varið í austri með 11 virkjum. Virkið sem nú er fundið, hefur verið eitt þeirra og þar með hafa fundist 5. En 6 leynast enn einhvers staðar í eyðimerkursandinum.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is