1. Vestlæg burstakönglafura
4.853 ár
Tréð Methuselah er vestlæg burstakönglafura (Pinus longaeva), í nærri 3.000 metra hæð í Hvítufjöllum í Kaliforníu.
Talning árhringa úr sýni úr trénu sýndi að það var 4.853 ára.
Tréð er því eldra en fyrsta ritmálið sem fundið var upp í Babýloníu.
2. Fitzroyasýprus
3.651 ár
Fitzroyasýprusviður er ekki bara langlífasta heldur líka hæsta trjátegund í Suður-Ameríku.
Tegundin getur orðið 60 metra há. 1993 töldu vísindamenn árhringi í stóru tré og það reyndist þá vera 3.622 ára gamalt.
Tréð stendur enn og er því orðið 3.651 árs.
3. Venjulegur fenjasýprus
2.627 ár
Í fenjunum við Black River í Norður-Karólínu í BNA fundu vísindamenn mjög gömul tré 2019. Það elsta er nú orðið 2.627 ára gamalt.
Auk þess að segja til um aldur má lesa loftslagssögu svæðisins úr áhringunum.
4. Klettafjalla-burstakönglatré
2.465 ár
Í klettafjöllum vex sérstök tegund burstakönglafuru (Pinus aristata). 1992 fundust 12 tré eldri en 1.600 ára. Það elsta var þá orðið 2.435 ára.
Vísindamennirnir telja að þurrt loftslag valdi því að trén eldist hægt.
5. Kínverskur einir
2.243 ár
Árið 2019 skoðuðu vísindamenn öll þau tré í Kína sem talin voru eldri en þúsund ára.
Af alls 98 trjám reyndist einiviðartegundin Juniperus przewalskii elst. Tréð er nú 2.243 ára.
Þessi tré vaxa í mikilli hæð og það gæti skýrt langlífið.