Var undanfari jólatrésins píramídi?

Sú hefð að hafa jólatré er ævagömul en hvað var notað áður en jólatréð kom til sögunnar?

BIRT: 23/12/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Á miðöldum fór að verða vart við sérlega skreytingu sem í Þýskalandi og hluta af Suður-Evrópu, kann að hafa litið út fyrir að vera undanfari jólatrésins.

 

Um var að ræða smíði sem samanstóð af mörgum hringlaga eða áttstrendum plötum sem komið var fyrir hverri ofan á annarri, líkt og um væri að ræða lagköku. Á hverri „hæð“ mátti sjá persónur úr Biblíunni og jötu Jesúbarnsins, allt skreytt blómum og pappírsræmum.

 

Þegar fram liðu stundir komu fram á sjónarsviðið fullkomnari gerðir með eins konar hreyfli efst sem snerist ásamt hluta af samsetningunni sem fór í hringi af sjálfsdáðum.

 

Napóleon og jólapýramídarnir

Árið 1801 tók fyrirbærið aftur á móti verulegum breytingum sem jók mjög svo á vinsældir þess. Þetta sama ár lauk herför Napóleóns í Norður-Afríku og frönsku hersveitirnar sneru heim aftur. Meðferðis höfðu þeir teikningar af píramídunum í Gaza í Egyptalandi sem strax var farið að fjölfalda og öðluðust teikningar þessar vinsældir um gjörvalla Evrópu.

 

Í Þýskalandi áttaði fólk sig á því að egypsku mannvirkin minntu á jólaskreytingar heima fyrir og þær urðu í kjölfarið einnig grennri að ofanverðu.

 

Fyrir bragðið var farið að kalla píramídana jólapíramída og þeir öðluðust í kjölfarið auknar vinsældir. Merkingatengslin lágu í augum uppi, þótti fólki, því Landið helga var einmitt að finna í grennd við píramídana.

BIRT: 23/12/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórn

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is