Af hverju eru grenitré notuð sem jólatré?

Af hverju fengu grenitré hið hátíðlega hlutverk jólatrés?

BIRT: 23/12/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Óvíst er um uppruna jólatrésins en ýmislegt þykir benda til þess að hefðin eigi rætur að rekja til Þýskalands og Eystrasaltslandanna. Þetta skýrir jafnframt hvers vegna einmitt grenitré urðu fyrir valinu en þetta var að sjálfsögðu mjög algeng trjátegund í þessum hluta af Evrópu.

 

Í Þýskalandi má segja að kirkjan hafi ýtt frekar undir hefðina. Þetta átti sér stað með notkun persónunnar Bónifatíusar (um 672-754) sem var af engilsaxnesku efnafólki í Englandi kominn. Hann gerðist munkur í óþökk föður síns og leit á það sem köllun sína að boða trúna í Þýskalandi, þar sem kristin trú stóð einkar höllum fæti.

 

Hið þríhyrnda jólatré

Þjóðsagan segir hann hafa fellt grenitré í stórum skógi í Thüringen og notað þríhyrnda lögun trjánna til að sýna íbúum á staðnum fram á undirstöðugildi heilagrar þrenningar, þ.e. guð, soninn og heilagan anda.

 

Bónifatíus átti mikilli velgengni að fagna með trúboð sitt og varð síðar meir þekktur sem postuli Þýskalands en þess má geta að Thüringen er einmitt eitt þeirra svæða þar sem fyrst er vitað um jólatré. Sá siður breiddist út að taka tréð inn í stofuna og láta það hanga úr loftinu með toppinn niður.

 

Farið var að skreyta trén miklu síðar.

 

Bónifatíus mætti skapara sínum árið 754 þegar stigamenn myrtu hann þar sem hann stundaði trúboð í Fríslandi.

BIRT: 23/12/2022

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Wikimedia Commons/Gerbil

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is