Menning og saga

Hvaðan eru franskar kartöflur? 

Spánverjar fluttu kartöfluna til Evrópu en bæði Belgar og Frakkar telja að þeir hafi verið fyrstir að búa til franskar kartöflur.

BIRT: 04/06/2022

Fæðing frönsku kartöflunnar er hulin í þoku sögunnar og sagnfræðingar eru ekki á einu máli um hver var fyrstur til að gæða sér á þessari gullnu kartöflustöng. Samkvæmt sumum sagnfræðingum eru franskar kartöflur upprunnar í suðurhluta Belgíu þar sem veiðimenn meðfram Mas-fljóti steiktu litla fiska í olíu. Um vetur – þegar búið var að borða allan fisk – settu þeir þunnskornar kartöflur í potta fulla af bullandi olíu.

 

Sagt er að belgískar franskar kartöflur hafi slegið í gegn hjá bandarískum hermönnum í fyrri heimsstyrjöldinni og það var í Bandaríkjunum sem franskar kartöflur urðu algengt meðlæti með hamborgurum. Þar sem franska er ríkjandi tungumál í suðurhluta Belgíu kölluðu Bandaríkjamenn nýju „uppfinningu“ sína french fries.

Fyrstu frönskurnar voru líklega borðaðar í Belgíu fyrir um 300 árum.

Frakkland og Spánn hafa einnig gert tilkall og segjast vera upphafsmenn frönskunnar. Spænskir konkvistadorar voru fyrstu Evrópubúarnir til að komast í tæri við suðuramerísku kartöfluna á 16. öld og mögulegt er að þessi rótarávöxtur hafi verið steiktur í olíu þar eins og margir aðrir þjóðlegir réttir Spánverja. Í Frakklandi geta heimildir þess að franskar kartöflur hafi verið seldar á götunum þegar árið 1790.

 

Hvað sem öðru líður fer Belgía fram á að UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu Þjóðanna, viðurkenni uppruna frönsku kartöflunnar í Belgíu og þar með menningararf Belga.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.