Náttúran

Hve margar dýrategundir eru til?

Líffræðingar virðast stöðugt vera að uppgötva nýjar dýrategundir. Eru til einhverjar tölur um fjölda dýrategunda sem til eru?

BIRT: 12/08/2023

Það er ógerlegt að slá því nákvæmlega föstu hve margar tegundir dýra eru til í heiminum.

 

Að hluta til stafar þetta af því að nýjar tegundir finnast jafnt og þétt, einkum nýjar tegundir skordýra og annarra hryggleysingja.

 

En að hluta til gildir um marga flokka dýra að aldrei hefur verið gerð alvarleg tilraun til að telja hversu mörgum tegundum hafi verið vísindalega lýst. Ekki er til neinn einn sameiginlegur gagnagrunnur á þessu sviði.

 

Þessu til viðbótar byggist nákvæmur fjöldi tegunda svo á því hvernig tegund er skilgreind, en um það eru vísindamennirnir ekki fyllilega sammála.

 

Því er þó slegið föstu að um þessar mundir hafi verið lýst á bilinu 1,5 – 2 milljónum tegunda dýra.

 

Langflestar tegundirnar eru skordýr, eða a.m.k. 1,2 milljónir.

 

Á hinum endanum er svo að finna einstaka hópa skyldra dýra sem aðeins örfáar tegundir tilheyra.

 

Nú er að sjálfsögðu verulegur munur á því hversu margar tegundir hafa uppgötvast og verið lýst og svo því hve margar tegundir eru til. Það er afar erfitt að gera sér grein fyrir því hversu margar tegundir hafa enn ekki fundist.

 

Allt frá því um miðja 19. öld, þegar enski líffræðingurinn og líffærafræðingurinn Richard Owen lýsti því yfir að hann teldi menn þegar hafa uppgötvað megnið af þeim dýrategundum sem til væru í heiminum, hafa menn hvað eftir annað neyðst til að enduráætla hugsanlegan fjölda tegunda.

 

Í hvert einasta sinn sem nýtt landssvæði er athugað nákvæmlega eða með nýrri tækni, kemur í ljós að tegundafjöldinn er miklu meiri en talið hafði verið. Það er tæpast hægt að hrista svo tré í regnskógi að ekki falli niður úr því dýr af áður óþekktri tegund.

 

Jafnvel varfærnustu áætlanir gera ráð fyrir enn sé ófundinn meira en helmingur allra tegunda á hnettinum. Aðrir telja að tegundirnar gætu sem best verið meira en 100 milljónir.

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is