Geta dýr úr dýragarði bjargast í náttúrunni?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Að meðaltali lifir aðeins þriðja hvert dýr af að vera sleppt lausu eftir uppeldi undir umsjá manna.

 

Þetta sýnir alveg ný rannsókn sem vísindamenn við Exeter-háskóla á Englandi hafa nú lagt fram.

 

Í þessari rannsókn fylgdust vísindamennirnir með alls 45 dýrum, m.a. tígrisdýrum, úlfum, björnum og otrum sem var sleppt út í náttúruna.

 

Aðeins 30% þeirra lifðu þetta stóra stökk af.

 

Í meira en helmingi tilvika voru dýrin skotin eða urðu fyrir bíl, en rannsóknin leiddi einnig í ljós að dýrin voru almennt illa fær um að sjá um sig sjálf. Þau drápust úr hungri vegna þess að þau voru ekki vön veiðum.

 

Þeim gekk illa að aðlagast villtum dýrum sömu tegundar og þau reyndust einnig viðkvæmari fyrir veirusjúkdómum en villtu dýrin. Stærstu veikleika þessara dýra telja vísindamennirnir fólgna í því að þau skorti ótta við menn og önnur dýr, ásamt því að þau hafi aldrei þurft að berjast fyrir mat sínum.

 

Á grundvelli þessara heldur dapurlegu niðurstaðna mæla vísindamennirnir nú með að dýragarðar og aðrar uppeldisstofnanir dýra búi dýrin betur undir það eðlilega líf sem bíður þeirra úti í náttúrunni.

 

Samskipti við menn þurfa að vera sem allra minnst meðan dýrin búa við ófrelsi. Auk þess þyrfti að koma á fót sérstökum svæðum þar sem þjálfa mætti veiðieðli og þá félagsfærni sem villidýrum er nauðsynleg.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is