Jól

Hvaðan kemur jólasveinninn?

Við þurfum að fara suður á bóginn til að finna hinn upprunalega, nútima jólasvein.

BIRT: 17/12/2022

Hefðinni samkvæmt á nútíma jólasveinninn að halda til á Grænlandi, Norðurpólnum eða einhvers staðar í norðanverðu Finnlandi. Eða þá jafnvel Íslandi, þar sem við eigum ekki bara einn jólasvein heldur 13.

 

En ef við viljum í raun og veru komast að því hver var fyrirmyndin að nútíma jólasveininum, þá þurfum við að leita langt sunnar á hnettinum.

 

Hinn gjafmildi heilagi Nikulás

Sennilega var fyrsta fyrirmyndin að jólasveininum biskupinn heilagur Nikulás sem lifði í bænum Mýra á 4. öld, þar sem nú er Tyrkland.

Nikulás öðlaðist sess í kirkjusögunni fyrir þær sakir að hann var einstaklega gjafmildur og gaf gjafir sínar helst án þess að nokkur yrði þess var.

 

Sem dæmi má nefna að hann á að hafa sett smápeninga í skó fátæklinga að nóttu til og þaðan stafar sá siður að setja skó út í glugga, í von um að finna í þeim gjafir frá jólasveininum.

 

Jólasveinninn kemur frá Ameríku

Heilagur Nikulás skipaði afar mikilvægan sess í kaþólsku kirkjunni en þar sem hann var jafnframt verndardýrlingur sæfarenda viðhélst virðingin fyrir nafni hans einnig í Hollandi, þar sem reyndar ríkti mótmælendatrú en þar gengur hann undir heitinu „Sinterklaas“.

 

Hollendingar sem fluttu vestur um haf tóku hefðina með sér til Bandaríkjanna á 19. öld og þar varð hann að þeim Santa Claus sem við þekkjum svo vel í dag.

 

Jólasveinninn var fíngerður og grannur

Seinna meir opnuðu fornleifafræðingar gröf heilags Nikulásar í ítalska bænum Bari og í ljós kom að jólasveinninn sögufrægi var fíngerður, örgrannur maður, ekki nema 150 cm á hæð.

 

Þrátt fyrir að upprunalegi dýrlingurinn hafi ekki líkst kröftuglega byggðum jólasveininum í dag, þá skipar hann enn mjög mikilvægan sess í löndum kaþólikka þar sem dánardags hans er minnst með miklum veisluhöldum hinn 6. desember ár hvert.

Hvað heitir jólasveinninn?

Það er frekar mismunandi  eftir löndum hvaðan jólasveinninn kemur. Og heiti jólasveinsins er einnig mjög mismunandi eftir löndum. Hann heitir t.d.:

 

  • Santa Claus í Bandaríkjunum

 

  • Father Christmas í Englandi

 

  • Weihnachtsmann í Þýskalandi

 

  • Sinterklaas í Hollandi

 

  • Julenissen í Noregi

 

  • Jultomten í Svíþjóð

 

  • Joulupukki í Finnlandi

 

  • Julemanden í Danmörku

 

  • Babbo Natale á Ítalíu

 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Hans Henrik Fafner

Shutterstock,© Gheorghe Tattarescu/Muzeul Municipiului Bucureşti

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Hver vegna veikjumst við meira á veturna?

Lifandi Saga

Spænska borgarastríðið: Heimshornaher gegn fasismanum

Jörðin

Hversu mikinn sand flytur sandstormur?

Náttúran

Af hverju er gler gegnsætt?

Lifandi Saga

Beittu áróðri gegn kynsjúkdómum

Alheimurinn

Að lágmarki 400 plánetur í sólkerfinu

Lifandi Saga

Hvenær varð Kasakstan til?

Náttúran

Hvaða gerð geislunar er skaðlegust?

Náttúran

Hvað er svartur ís (frostrigning)?

Náttúran

Á Suðurskautslandinu myndast dularfull vök af og til – nú vita vísindamenn ástæðuna

Náttúran

Órangútanapi græðir sár

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is