Bananaflugur í eldhúsinu
Hvaðan koma þessar bananaflugurnar eiginlega?
Eitt sinn var það hald manna að rottur spryttu upp af engu á öskuhaugum, flugur mynduðust í úldnu kjöti og að maurar yrðu til þegar matarleifar væru skildar eftir of lengi.
Þetta fyrirbæri, sem einnig kallast sjálfskviknun, var viðurkennt rannsóknarefni sem margir lögðu stund á og rituðu fræðilegar greinar um á fyrstu árum náttúruvísindanna.
Staðreyndir um bananaflugur
Bananaflugan gengur einnig undir öðrum heitum hér á landi eins ávaxtafluga og ediksgerla. Þær finnast einungis innadyra á Íslandi en aðstæður utandyra eru þeim ekki hliðhollar og geta þær því verið á ferli allt árið.
Vissir þú að bananaflugur, drosophila melanogaster, líkist mönnum að mörgu leyti og eru fyrir vikið notaðar í rannsóknarskyni, einkum á sviði erfðafræði.
Um 75% sjúkdómsvaldandi erfðavísa okkar mannanna er einnig að finna í bananaflugum. Þar sem æxlunartími bananaflugna er skemmri en gerist hjá músum, öpum eða öðrum dýrum sem líkjast manninum, henta flugurnar afar vel til rannsókna.
Ekkert stafar af engu
Þegar gæði smásjáa fóru að aukast kom í ljós að ekki er til neitt sem stafar af engu.
Rottur laumuðust inn á nóttunni, flugurnar sveimuðu og verptu eggjum í kjötið, þar sem þær þróuðust í lirfur og fullvaxta flugur, auk þess sem maurar fjölguðu sér á þann veg að fullþroskaðir maurar komu skríðandi og verptu eggjum.
Þegar sjá mátti ávexti umkringda bananaflugum í skyndingu var ekki fjarri lagi að ætla sem svo að um væri að ræða sjálfskviknun, en í raun réttri er hægt að fylgjast grannt með til að komast að raun um að svo er ekki.
Bananaflugur laðast einkum að ávöxtum og öðrum sætindum.
Hvaðan koma bananaflugur?
Sumrin eru tími bananaflugunnar og þegar hlýtt verður á sumrin má búast við innrás þessara smágerðu harðstjóra í eldhús okkar.
Hér á landi finnast bananaflugur einungis innandyra sökum kulda.
Bananaflugur kallast einnig vínflugur, ávaxtaflugur eða ediksgerlur og gefa heiti þessi til kynna að hvaða matvælum flugurnar einkum laðast.
Bananaflugur eru svo smágerðar að við verðum sjaldnast vör við einstaka flugur fljúga fram hjá, sem ilmurinn af of þroskuðum ávöxtum eða öðrum sætum matar- eða drykkjarleifum hefur laðað að.
Flugan verpir eggjum sínum og hverfur aftur.
Flugueggjunum kann að sjálfsögðu einnig hafa verið verpt í nýtt ávaxtakjöt. Á kjötstykkinu er ekkert að sjá, nema það sé skoðað í smásjá, en að nokkrum dögum liðnum er hins vegar að finna urmul af bananaflugum á kjötinu.
Eftir æxlunina verpir kvenflugan allt að 400 eggjum í litlum klösum, m.a. á úldna ávexti.
Að 15-24 klukkustundum liðnum skríða smágerðar lirfur út úr eggjunum.
Lirfurnar stækka og hafa hamskipti tvisvar á næstu tveimur dögum.
Stóru lirfurnar verja tveimur til þremur dögum í að éta og fita sig.
Lirfurnar verða að púpum og verða fullvaxta á aðeins 3,5 til 4,5 dögum.
Um tíu dögum eftir æxlunina eru bananaflugurnar sjálfar tilbúnar til að maka sig.
Hvernig er unnt að losna við bananaflugur?
Þeir sem vilja losna við kvikindin gerðu rétt að fylgja þessum leiðbeiningum: Geymið ávexti í kæliskáp og fjarlægið allt annað sem kann að laða kvikindin að.
Þegar allt hefur verið fjarlægt sem kann að laða að bananaflugurnar er unnt að beita einföldu ráði sem felur í sér edik og uppþvottalög.
Setjið svolítið edik í skál og bætið í örlitlum uppþvottalegi. Þar sem bananaflugurnar fá fátt betra en edik laðast þær að lyktinni, en uppþvottalögurinn hins vegar gerir það að verkum að yfirborðsspennan breytist með þeim afleiðingum að bananaflugurnar geta ekki flogið upp úr skálinni aftur.