Hæsti foss veraldar er í hafinu milli Íslands og Grænlands. Þar streymir Austur-Grænlandsstraumurinn til suðurs á 600 metra dýpi.
Sjórinn í þessum hafstraumi er saltari og kaldari en sjórinn í kring og þarna fer straumurinn fram af landgrunnsbrún og sekkur heila 3.505 metra niður í Norður-Atlantshafið.
Grænlandshaf
Hvers vegna: Kaldur og saltur sjór sekkur undir Golfstrauminn og ber vatnið til suðurs, fram af landgrunnsbrúninni.
Hve mikið: 5 milljónir rúmmetra á sekúndu. Það er 2.000 sinnum meira en vatnið í Niagarafossunum.