Hlýnandi loftslag setur hafstrauma í hærri gír

Höfin hlýna hratt. Af því leiðir meiri orka í þyrilstraumum sem blanda saman hlýjum og köldum sjó – með miklum afleiðingum fyrir lífið í sjónum.

BIRT: 29/07/2021

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Náttúran / Loftslagsbreytingar

Lestími: 2 mínútur

 

Loftslag á jörðinni er að breytast. Hin hnattræna hlýnun leiðir af sér að hitastigið í höfunum hækkar og yfirborðið hækkar reyndar líka.

 

Nú hafa vísindamenn komist að raun um að hærri sjávarhiti hefur afleiðingar varðandi strauma á yfirborðinu, svonefnda sjávarhvirfla.

 

Hvirfilstraumar blanda sjónum

Hafhvirflarnir eru frá 10 upp í 100 km í þvermál og hafa afgerandi þýðingu fyrir hringrás vatns í heimshöfunum. Í þessum hvirfilstraumum blandast hlýr og kaldur sjór, saltvatn og ferskvatn og þessir hvirflar dreifa líka næringarefnum og hafa verulega þýðingu fyrir ástand sjávar um allan heim.

 

100 km breiðir geta straumhvirflarnir orðið. Þegar hitinn hækkar, eykst orkan og straumhraðinn líka.

 

Vaktað með gervihnöttum

Vísindamenn hafa auga með sjávarhvirflum utan úr geimnum. Með hjálp gervihnatta geta þeir stöðugt mælt yfirborðshæð sjávar og með greiningum á henni má reikna út hve mikil orka er fólgin í hvirfilstraumunum.

 

Þessi vöktun hefur nú sýnt breytingu sem aldrei hefur áður sést.

 

Svo virðist sem fleiri hvirfilstraumar myndist nú en áður og þeir sem fyrir voru búa nú yfir meiri orku. Greiningarnar sýna að þeir verða um 5% orkuríkari á hverjum tíu árum sem líða.

 

Hvirflarnir eru hitamælar hafsins

Breytingar í sjávarhvirflum eru mikilvægar vegna þess að sjávarstraumar gegna svo viðamiklu hlutverki varðandi allt líf í heimshöfunum.

 

Þeir stýra hitastigi, kolefnisupptöku, næringu og hringrásum lífs í sjónum. Þegar þeir breytast á skömmum tíma getur það haft miklar afleiðingar að mati vísindamanna.

 

Á skala stærri loftslagslíkana geta þessir hvirfilstraumar virst þýðingarlitlir en vísindamennirnir sem stóðu að þessari uppgötvun benda á að straumar í heimshöfunum geti haft afgerandi þýðingu varðandi það hvernig unnt verður að spá um loftslag í framtíðinni.

 

Vísindamennirnir hvetja til þess að hlutverk hvirfilstraumanna sem hitamæla hafanna verði tekið með í útreikninga loftslagslíkana þannig að þau verði framvegis áreiðanlegri en nú er.

 

 

Birt 29.07.2021

 

 

 

SØREN BJØRN-HANSEN

 

 

 

BIRT: 29/07/2021

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is