Alheimurinn

Hve langt dregur þyngdarkraftur sólar út í alheim?

Þyngdarkraftur minnkar með aukinni fjarlægð og hvenær er þá þyngdarkraftur sólar ekki lengur merkjanlegur?

BIRT: 17/11/2022

Þyngdarkraftur sólar dregur óendanlega langt – að minnsta kosti samkvæmt fræðunum. Stærðfræðileg skilgreining kveður á um að þyngdarkrafturinn milli tveggja himintungla og þar með einnig sólar er í beinu hlutfalli við massa hvors fyrir sig og í öfugu hlutfalli við fjarlægðina milli þeirra í öðru veldi. Það er að segja að þegar fjarlægðin er orðin helmingi meiri er þyngdarkrafturinn fjórum sinnum minni (2×2), meðan þrisvar sinnum lengri fjarlægð veitir níu sinnum minni þyngdarkraft (3×3) og svo framvegis.

 

Í fræðunum fellur krafturinn þá þar af leiðandi aldrei alveg niður í núll, óháð því hversu langt er farið.

 

Í raun er þyngdarkraftur sólar þó einungis nógu sterkur til þess að gera sig gildandi innan sólkerfisins. Ef sólkerfið nær einungis til átta plánetanna og tungla þeirra -og dvergreikistjörnunnar Plútó -mætti segja að þyngdarkraftur sólar endi við  Plútó sem er í um fimm milljarða km fjarlægð frá sólu.

 

Á síðari árum hafa stjarnfræðingar hins vegar tekið eftir fjölmörgum himintunglum lengst úti í sólkerfinu. Þekktust þeirra eru halastjörnurnar sem geta verið nokkrir kílómetrar að umfangi.

 

Halastjörnurnar dreifast um á kúlulaga svæði í kringum sólina og menn telja að það megi finna milli einn milljarðs og einnar billjónar halastjarna í fjarlægð allt að einu ljósári, tæplega tíu billjónir kílómetra frá sólu.

 

Við þetta má bæta dularfullum smáplánetum en um tylft þeirra hefur uppgötvast í svonefndu Kuiper-belti. Þær eru á brautum um sólu á nokkurn veginn sama plani og hinar stóru pláneturnar níu. Þrátt fyrir að fjarlægðin til þeirra nemi allt að 75 milljónum kílómetra verða þessi fyrirbæri samt sem áður fyrir áhrifum af þyngdarkrafti sólar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is