Eftir að stríðinu lauk í Evrópu hittust sigurvegarar frá BNA, Bretlandi og Sovétríkjunum í þýsku borginni Potsdam til að ákvarða örlög Þýskalands í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar.
Leiðtogarnir frá löndunum þremur sammæltust um að Austur- og Vestur-Þýskaland ættu að greiða stríðsskaðabætur sem svarar til um 50 billjóna núvirtra króna til bandamanna.
Bæturnar þurfti þó ekki að greiða í reiðufé heldur t.d. í ýmis konar vélbúnaði, iðnaðarvörum, skipum, útlenskum hlutabréfum, einkaleyfum og náttúrulegum auðlindum eins og m.a. stáli og koli. Auk þess þurftu milljónir Þjóðverja að vinna erfiðisvinnu í námum, landbúnaði og iðnaði.
Winston Churchill, Harry S. Truman og Joseph Stalín hittust sumarið 1945 til að innsigla örlög Þýskalands.
Flestum málaferlum varðandi stríðsskaðabætur lauk á sjötta áratugnum en á sumum sviðum halda klögumálin áfram.
Þýskaland hefur síðast höfðað mál gegn Ítalíu fyrir alþjóðlegum dómstóli SÞ í máli sem má rekja aftur til 2012. Þá kvað sami dómstóll upp að lönd – hvers borgarar hafa verið fórnarlömb stríðsglæpa Þriðja ríkisins – geti ekki lengur höfðað mál gegn Þýskalandi. Engu að síður hafa ítalskir dómstólar ákært Þýskaland í 25 nýjum málum.
Samkvæmt þýsku ríkisstjórninni er markmið hennar með málshöfðuninni fyrir alþjóðlegum dómstóli SÞ að tryggja að ítalskir dómstólar „geti ekki lengur höfðað einkamál gegn Þýskalandi sem grundvallast á brotum á alþjóðarétti sem þýska ríkið á að hafa gerst sekt um“.