„Pólskir riddarar réðust á þýska skriðdreka“

Þjóðverjar koma Pólverjum algjörlega á óvart með leiftursókn en riddaralið reyndi að stöðva skriðdreka með sverðum! Þetta er merkileg saga en stenst hún nokkra skoðun í raun og veru?

BIRT: 12/09/2022

LESTÍMI:

3 mínútur

 

Þann 1. september 1939 réðust nasistar yfir landamærin yfir til Póllands og síðari heimsstyrjöldin hófst. Einn af fyrstu stöðunum þar sem Þjóðverjar fengu mótspyrnu var nærri þorpinu Krojanty.

 

Þar mætti herdeild Ulan-riddaraliðs Pólverja þýsku stríðsvélinni í blóðugum bardaga. Meira en 20 hestar drápust.

 

Daginn eftir buðu nasistar ítölskum blaðamönnum út á vígvöllinn og greindu þeim frá því að dauðu hestarnir væru vegna heimskulegrar árásar þeirra á þýska bryndreka.

 

„Árás Pólverja var hugrökk en fífldjörf, enda áttu þeir enga möguleika gagnvart Þjóðverjum“. 

William L. Shirer: „Ris og fall Þriðja ríkisins“, 1960. 

 

Blaðamennirnir skrifuðu fjöruga frétt um ótrúlega örvæntingu Pólverja þegar þeir réðust gegn skriðdrekum vopnaðir lensum og spjótum. 

 

Sagan varð víðfræg um heim allan og var oft notuð í áróðri nasista til að undirstrika hve frumstæðir Pólverjar væru í raun.

 

Að stríði loknu birtist þessi frásögn í mörgum sögubókum, m.a. í hinu virta ritverki „Ris og fall Þriðja ríkisins“ frá 1960 sem blaðamaðurinn William L. Shirer ritaði. 

 

„Riddarar gegn skriðdrekum! Langar lensur riddaraliðsins gegn skriðdrekunum. Árás Pólverja var hugrökk en fífldjörf, enda áttu þeir enga möguleika gegn Þjóðverjum“. 

 

Með og á móti: Minningar eða rannsóknir

– Þýskur hershöfðingi mundi þetta
Heinz Guderian sem að stýrði norðurhluta þýska innrásarliðsins lýsti gagnslausum árásum riddaraliðsins í minningum sínum frá árinu 1952.

 

Riddaraliðið var skotið niður af brynvörðum vögnum

Bardaginn við Krojanty hófst með skyndiárás pólska riddaraliðsins. Þýska innrásarliðið (fótgönguliðarnir) var hrakið á flótta en síðan tóku þýskir brynvagnar við og drápu meira en 20 riddara.

 

Getið í mörgum bókum
Mýtan hefur verið til frá árinu 1939. Sagan hefur meira að segja komið fram árið 2014 í riti danska sagnfræðingsins Sørens Mørchs „Stríðið mikla“.

Það voru engir þýskir brynvagnar til staðar
Rannsóknir sagnfræðinga á síðari tímum sýna að Þjóðverjar höfðu ekki neina skriðdreka í bardaganum við Krojanty, einungis brynvarða vagna með vélbyssu.

 

Pólska liðið réðst ekki á þá

Þegar Ulanar voru komnir út á autt svæði réðust þeir ekki til atlögu við brynvagna Þjóðverja heldur flýttu sér burt.

 

Ulanar höfðu meira en sverð og lensur

Pólsku riddararnir voru búnir 7,9 millimetra öflugum riflum sem gátu rofið léttar brynvarnir þýskra ökutækja. Þeir voru þannig með mun skilvirkari vopn í baráttunni við Þjóðverja.

Pólskir Ulanar voru vopnaðir öflugum byssum sem gátu rofið þunnar brynjur skriðdreka. 

Áróður nasista ristir djúpt 

Ulanar eiga rætur sínar allt aftur á 18. öld og voru hluti af stoltri pólskri hefð riddaramennsku.

 

Mýtan um hvernig þessi gamaldags hernaðartækni gerði andstöðu gegn Þjóðverjum gagnslausa var þannig ágætis saga en sagnfræðingar hafa sýnt fram á að hún byggir ekki á staðreyndum. 

 

Árásir pólskra riddara með sverðum og lensum er þjóðsaga sem áróðursvél Þjóðverja bjó til. Í raun voru Pólverjar afar hugrakkir. Á þeim 36 dögum sem það tók nasista að leggja Pólland undir sig, réðust Pólverjar 16 sinnum á nasista með riddaraliði með ágætis árangri.

 

Við bæinn Mokra tókst Pólverjum meira að segja að eyðileggja 50 þýska skriðdreka – og Ulanar komu þar oft við sögu. Þeir riðu að baki skriðdrekum, stigu niður af hestum sínum og skutu á veikar brynvarnir aftan á skriðdrekunum með öflugum byssum sínum.

 

Niðurstaða: Árásin átti sér ekki stað 

BIRT: 12/09/2022

HÖFUNDUR: Bue Kindtler-Nielsen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Ministerstwo Wojny, Shutterstock, Hans Winke/Imageselect

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is