Blindraletur var fundið upp árið 1824 af 12 ára gömlum frönskum strák sem hét Louis Braille. Í enskumælandi löndum nefnist blindraletur síðan einfaldlega „braille“.
Louis Braille blindaðist þegar hann þriggja ára gamall slysaðist til að stinga sýl í annað augað og hitt augað varð blint í kjölfar sýkingar ekki löngu síðar.
Þrátt fyrir þessa fötlun sýndi Louis Braille snemma mikla hæfileika og hann var sendur á nýja konunglega stofnun fyrir blinda í París.
Tónlistarkennsla var þar í öndvegi, enda var spilamennska helsta viðurværi blindra.
Braille varð skjótt afar góður orgelleikari og kom fram víðsvegar í Frakklandi sem blint undrabarn.
Skólinn var með blindraletur sem stofnandi skólans, Valentin Haüy, hafði þróað.
Þetta voru bókstafir sem voru ristir með koparoddi á pappír.
Mjög erfitt var samt að lesa stafina og bækurnar voru rándýrar.
Innblásinn af kóðun franska hersins þróaði Braille blindraletur með því að dælda pappírinn með sýl.
Hver bókstafur og tákn samanstendur af einni til sex bungum innan í ferhyrningi.
Árið 1824 varð Louis Braille heillaður af kóðakerfi franska hersins.
- Hvert tungumál er með sitt eigið stafróf í blindraletri. Norðurlöndin byggja á upprunalegu letri Braille og eru því náskyld.
- Frá lokum 19. aldar hafa flest lönd í Evrópu stuðst við kerfi Brailles fyrir blindraletur.