Ný augnlinsa getur gefið blindum sjón

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Áströlskum vísindamönnum hefur tekist að endurvekja sjón í tveimur alblindum augum og einu illa sjáandi með notkun augnlinsa með stofnfrumum. Þessi tímamótatækni er bæði ódýr og sársaukalaus og vekur nýjar vonir varðandi lækningu á hornhimnunni, sem er ysta lag augans.

 

Vísindamennirnir skófu stofnfrumur úr heilbrigða auganu og ræktuðu frumurnar í 10 daga í augnlinsu. Eftir þetta þurfti sjúklingurinn að vera með linsuna í 2-3 vikur og á þessum tíma endurnýjuðu stofnfrumurnar hina sködduðu hornhimnu.

 

Stofnfrumur hafa þann nánast töfrakennda eiginleika að þær má nota sem viðgerðarfrumur og koma þá í staðinn fyrir skaddaðar eða glataðar frumur.

 

Tveir sjúklingar sem voru orðnir blindir á öðru auga eftir aðgerð gegn augnkrabba og einn sjúklingur sem hafði misst mikla sjón á öðru auga, fengu sjónina aftur eftir þessa meðferð.

 

Með augunum sem verið höfðu alveg blind mátti nú greina efstu röðina á stafatöflu augnlæknis en það auga sem misst hafði sjón að hluta fékk óskerta sjón á ný.

 

Vísindamennirnir sem að þessu standa segja að aðferðin geti komið í stað hornhimnuígræðslu.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is