Lifandi Saga

Hvenær fórum við fyrst í stríð? 

Fyrir um 13.500 árum braust út bardagi milli þjóðflokka þar sem nú er Súdan. Bardaginn um takmarkaðar auðlindir þróaðist út í blóðbað þar sem hvorki mönnum, konum né börnum var hlíft.

BIRT: 18/01/2023

Manneskjan hefur líklega ævinlega verið afar herská vera en elstu fornleifamenjar um stór og skipuleg átök eru um 13.500 ára gömul.

 

Á sjöunda áratugnum fundu fornleifafræðingar grafreit með jarðneskum leifum 60 manna, kvenna og barna við bakka Nílar í norðurhluta Súdan. Greiningar sem voru gerðar árið 2014 sýndu að 41 af þessu fólki hafði verið drepið með spjóti eða örvum. Sum fórnarlambanna báru ummerki eftir návígi – meðal annars höggáverka á brotnum handleggjum og fótum.

 

Nýjar greiningar frá 2021 sýna enn fremur að vopnin sem voru notuð til að drepa fórnarlömbin voru hönnuð til að valda sem mestum skaða og blóðmissi eins og kostur var.

Blýantarnir sýna hvar örvar hafa lent í beinagrindunum tveimur.

Stríðið stóð yfir í mörg ár

Samkvæmt vísindamönnum hefur þetta ævaforna stríð líkast til staðið milli tveggja þjóðflokka sem börðust um takmarkaðar auðlindir á svæðinu eftir tímabil loftslagsbreytinga og þurrka.

 

Greiningar á beinagrindum sýna augljósan mun á líkamlegum leifum hinna látnu sem hefur fengið vísindamenn til að ætla að sumar beinagrindurnar tilheyri afrískum íbúum staðarins meðan aðrar óþekktum þjóðflokki – líkast til frá Miðausturlöndum.

 

Margt bendir til að átökin hafi staðið yfir í mörg ár þar sem hóparnir tveir réðust hvor á annan mörgum sinnum. Sem dæmi hafa vísindamenn fundið merki um bæði nýleg og gróin sár eftir bardaga á sumum beinagrindum sem getur vísað til þess að ráðist hafi verið á hinn látna mörgum sinnum.

 

„Ofbeldið virðist því miður hafa verið viðvarandi staðreynd og hluti hversdagsins hjá þessu fólki“, segir fornleifafræðingurinn Daniel Antoine við British Museum þar sem beinagrindurnar eru núna varðveittar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Wendorf Archives/British Museum

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hve marga Rómana drápu nasistar? 

Maðurinn

Hvaða tilgangi gegna líkamshár mannsins?

Náttúran

Hvernig myndast El Ninjo?

Lifandi Saga

Blóðsúthellingar og kynlíf: Íslendingar skrifuðu ævintýrasagnfræði

Heilsa

Óþekktar lendur heilans kortlagðar

Alheimurinn

Missýningar og veðurfyrirbæri skapa fljúgandi diska.

Heilsa

Epla- eða perulögun? Líkami þinn kemur upp um hættuna á ótímabæru andláti

Alheimurinn

Ráðgáta sólkerfisins verður leyst á tunglunum 

Lifandi Saga

Allir hræddust miskunnarlausa böðla

Náttúran

Af hverju verður fólki ekki kalt í framan?

Jörðin

Af hverju spúa eldstöðvar ösku?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.