Hvers vegna er alltaf stríð í Súdan? 

Milljónir manna hafa verið drepnar, limlestar og hraktar frá heimilum sínum – og ekki er að sjá að bardögum í Súdan linni á næstu árum.

BIRT: 26/06/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Þjóðernishreinsanir, hópnauðganir og hungursneyð; þetta er orðið „svo útbreitt að þetta ástand telst vera eðlilegt“. Þannig hljómaði frásögnin þegar friðargæsluliðar SÞ heimsóttu Súdan árið 2016, þar sem borgarastríð hefur geisað frá því landið fékk sjálfstæði frá Stóra-Bretlandi árið 1956. 

 

Sögulega séð hefur Súdan verið sem bútasaumsteppi úr þjóðar- og trúarbragðahópum, þar sem arabískumælandi múslímar ráða í norðri en í suðri er mikið af kristnum ættbálkum. Bretar stjórnuðu þessum tveimur svæðum aðskildum en þau voru síðan sameinuð rétt áður en Súdan fékk sjálfstæði. Á sama tíma veittu Bretar öll pólitísk völd leiðtogum í norðri sem kúguðu þjóðirnar í suðri miskunnarlaust. 

Meira en hálfri öld eftir sjálfstæði Súdans geisa ennþá bardagar víðs vegar af fullum krafti í landinu. 

2,5 milljónir misstu líf sitt

Áður en Bretar gátu lokað á eftir sér árið 1956, brutust út bardagar milli norðurs og suðurs sem stóðu allt fram til ársins 2005 – einungis var hlé á þeim upp úr 1970 þegar reynt var að semja um frið. Auk heiftarlegrar valdabaráttu er einnig tekist á um aðgang að olíu og öðrum náttúruauðlindum. Mörg nágrannalönd taka þátt í þessum erjum. Talið er að átökin hafi kostað meira en 2,5 milljónir manna lífið. 

 

Friðarviðræður árið 2005 áttu að lægja öldurnar og þegar leit út fyrir að hlé yrði á bardögum, þá brutust út ný átök í Darfúr-héraði í vestri. Aðstæður í suðri versnuðu enn frekar eftir að Suður-Súdan lýsti yfir sjálfstæði árið 2011 og um 60 þjóðarbrot á svæðinu börðust hvert á móti öðru.

 

Í október 2021 hrifsaði herinn til sín völdin og lýsti yfir herlögum og neyðarástandi í Súdan.

BIRT: 26/06/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Steve Evans

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is