Hver var fyrstur dæmdur fyrir stríðsglæpi? 

Franski riddarinn Peter von Hagenbach myrti, nauðgaði og stal miskunnarlaust en árið 1472 lauk lífinu hjá þessum blóðþyrsta og ofbeldisfulla manni.

BIRT: 29/10/2022

LESTÍMI:

2 mínútur

Peter von Hagenbach á sinn stað í sögunni sem fáir öfunda hann af. Þessi franski riddari var árið 1472 – fyrstur manna í sögunni – dæmdur fyrir fjölþjóðlegum dómstól fyrir stríðsglæpi. 

 

Einhverjum fimm árum fyrir dóminn hafði Hagenbach verið útnefndur fógeti af Karli djarfa, hertoga af Búrgúndí. Honum var ætlað að halda lög og reglu fyrir hertogann á órólegum svæðum meðfram Rín þar sem nú er að finna landamæri milli Frakklands og Þýskalands.

 

Hagenbach var skilvirkur en hreint ekki umhyggjusamur og með tímanum gerðu margir íbúar uppreisn gegn ofbeldisfullri stjórn hans. 

Það var einkum þorpið Breisach sem fékk að kenna á járnhnefa riddarans í slíkum mæli að flokkur austurrískra, svissneskra og franskra hermanna kom til varnar þorpinu. 

Þrír stríðsglæpamenn sem náðust 

Í sögunni er að finna fjölmarga stríðsglæpamenn sem hafa ekki þurft að gjalda fyrir ódæði sín en stundum sigrar réttlætið. 
Adolf Eichmann (1906 – 1962) 

Þekktur sem: Nasistaforingi 

 

Eichmann var einn af arkitektunum á bak við útrýmingu nasista á gyðingum en hann flúði í ringulreiðinni eftir síðari heimsstyrjöldina til Argentínu. Þar rændu ísraelskir njósnarar honum og fluttu til Ísrael þar sem hann var fundinn sekur um stríðsglæpi og tekinn af lífi með hengingu árið 1962. 

Seishiro Itagagi (1885 – 1948) 

Þekktur sem: Hermálaráðherra Japans

 

Sem hershöfðingi og hermálaráðherra lék Itagagi stórt hlutverk í innrás Japans í Kína þar sem japanskur her fyrir og í síðari heimsstyrjöldinni framdi fjölmarga stríðsglæpi. Að stríði loknu var Itagagi fundinn sekur um glæpina og hengdur árið 1948. 

Saddam Hussein (1937 – 2006) 

Þekktur sem: Forseti Íraks 

 

Einræðisherrann stýrði landi sínu með ógnarstjórn, pyntingum og morðum. Ofbeldið bitnaði einkum á kúrdum í norðurhluta landsins þar sem þúsundir þorpa voru þurrkuð út og hundruðir þúsunda af karlmönnum, konum og börnum voru drepnar. Saddam Hussein var dæmdur og hengdur árið 2006. 

Mátti gjalda með lífi sínu fyrir stríðsglæpi sína. 

Þetta fjölþjóðlega bandalag handtók Hagenbach og færði hann fyrir dóm, þar sem hann var ákærður fyrir morð, nauðganir og skattaundanskot.

 

Samkvæmt dómnum hafði riddarinn „troðið á guðs og manna lögum“ en Hagenbach varði sig með því að hann væri aðeins að fylgja skipunum Karls djarfa hertoga.

 

28 dómarar tóku ekkert mark á þeim skýringum. Dómstóllinn undirstrikaði að sem foringi bæri Hagenbach sérstaka ábyrgð því að „sem riddari er honum skylt að koma í veg fyrir glæpi“.

 

Þrátt fyrir andmæli Hagenbachs var hann fundinn sekur af ákærunum og dæmdur til dauða með hálshöggi. 

BIRT: 29/10/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © The National Photo Collection (Israel). © U.S. Army. © The Baghdad Observer. © Conradus Pfettisheim

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is