Glæpir

Hvenær kom fyrsta tölvuveiran?

Árið 1982 skrifar 15 ára unglingur, Rich Skrenta, lítið tölvuforrit til að stríða vinum sínum. Skömmu síðar stendur hann að fyrstu alvöru tölvuveiruárásinni.

BIRT: 12/12/2022

Fyrstu hugleiðingarnar um tölvuveirur komu fram árið 1949. Stærðfræðingurinn John von Neumann átti hlut að þróun fyrstu tölvanna og lýsti í fræðilegum minnisblöðum sínum hvernig unnt væri að láta tölvuforrit afrita sig sjálft – á sama hátt og lífrænar veirur fjölga sér í frumum.

 

Á næstu áratugum reyndu ýmsir skarpir forritarar að þróa sjálffjölgandi forrit í samræmi við hugleiðingar Neumanns. Ein fyrsta árangursríka tilraunin var gerð 1971, þegar tölvuveirunni Creeper var sleppt lausri í lokuðu tölvuneti.

 

Rúmum áratug síðar, árið 1982, fór fyrsta alvöru tölvuveiran á stjá, þegar Elk Cloner tók að sýkja hinar vinsælu Apple II-tölvur.

Tölvuveiran Elk Cloner var hugsuð sem hrekkur og sýndi m.a. tilgang sinn í ljóðformi.

Táningur stóð að fyrstu tölvuveiruárásinni

Að baki árásinni stóð 15 ára miðskólanemi, Rich Skrenta sem hafði nýtt vetrarfríið sitt til að forrita veiruna Elk Cloner sem „fáránlegan en meinlausan hrekk“.

 

Tölvuveiran barst með leikjadiskettum sem í vinahópnum voru afritaðar til að fleiri gætu spilað leikinn. Í upphafi lá tölvuveiran í dvala en þegar diskettan var notuð í 50. sinn, yfirtók Elk Cloner tölvuskjáinn. Þar birtist stutt, sigri hrósandi prósaljóð en að öðru leyti var veiran ekki skaðleg og það var líka vandalaust að eyða henni.

 

Væri tölvan ræst með smitaðri diskettu í spilaranum, afritaði Elk Cloner sig þó á harða diskinn og sýkti síðan næstu diskettu. Þannig gat þessi tölvuveira breiðst út.

 

Nú til dags eru tölvuveiruárásir og veiruvarnir fyrir löngu orðinn fastur þáttur í tilveru allra tölvunotenda.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Worm&Virus

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is