Lifandi Saga

Hvenær var farið að gefa blóm á tyllidögum?

Ævafornir grafstaðir, svo og afrískar veggmyndir, hafa leitt í ljós að menn hafa tengt vellyktandi og litrík blóm við jákvæðar tilfinningar, á borð við ást, í árþúsundir.

BIRT: 01/07/2023

Allt frá því á forsögulegum tíma er maðurinn talinn hafa notað blóm til að tjá ást sína, virðingu og umhyggju. Fornleifafræðingar hafa fundið blómafræ og leifar af þurrkuðum blómum í gröf neanderdalsmanns, þar sem nú er Írak. Fundur þessi gefur til kynna að neanderdalsmenn hafi komið fyrir blómum á gröfum ástvina sinna fyrir 35.000-65.000 árum.

 

Fyrstu vísbendingar um áþekka notkun blóma á sögulegum tíma eru frá Egyptalandi til forna. Þar sýna veggmyndir að blóm hafa verið sett á grafir fólks, bæði blómvendir, blómakransar og skrautfléttur. Grikkir og Rómverjar notuðu einnig blóm til marks um jákvæðar tilfinningar.

Grikkir notuðu ilmandi blóm, m.a. til að hylla íþróttahetjur sínar.

Blóm voru notuð til að tjá tilfinningar

Grikkir skreyttu höfuð ýmissa sigurvegara með blómum, m.a. íþróttamanna og táknuðu blómin þá velgengni og sigur þeirra sem blómin báru. Meðal Rómverja tíðkaðist að ástfangin pör gæfu hvort öðru blómakransa til marks um ævarandi ást.

 

Á miðöldum fóru mismunandi blómategundir að öðlast ólíka merkingu, þannig að fólk gat gefið tiltekin blóm til að tjá tilfinningar sínar, t.d. táknuðu rósir ást en sólblóm trygglyndi. Sú hefð að gefa blóm við sérstök tækifæri hefur að sjálfsögðu lifað allt fram á okkar daga.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

© Sotheby's

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

Náttúran

Greind í heimi dýranna

Alheimurinn

Hér eru sannanirnar fyrir Miklahvelli

Náttúran

Nýfundin risaeðla með furðu smáa framlimi

Lifandi Saga

Veislubúningar varðmanna Nixons aðhlátursefni

Náttúran

Hvað eru doppleráhrif?

Spurningar og svör

Af hverju eru sítrónur súrar?

Maðurinn

Hvernig framleiðir líkaminn orku úr fæðunni?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.