Search

Eru fleiri rauð blóm í heitum löndum?

Er það rétt að í suðlægum löndum séu fleiri blóm en í löndum sem liggja norðar?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Litur blóms er aldrei tilviljanakenndur, heldur nákvæmlega aðlagaður þeim dýrum sem annast frjóvgunina.

 

Þetta er reyndar eina ástæðan fyrir litskrúði blómanna. Um 80% allra plantna láta dýr annast frjóvgun, langoftast skordýr, en kólibrífuglar og leðurblökur koma líka við sögu og jafnvel sandeðlur.

 

Þótt flest þessara dýra geti lært að heimsækja blóm í öðrum litum, beinir eðlisávísunin þeim að ákveðnum lit.

 

Mjög almennt má t.d. segja að flugur sæki í gul blóm, kólibrífuglar vilji fremur rauð, hunangsflugur leiti uppi blá blóm en leðurblökur þau hvítu.

 

Á ákveðnu landsvæði verður ákveðinn litur blóma mest áberandi – í samræmi við dýralíf á svæðinu.

 

Og þetta tvennt hefur aðlagast hvort öðru með þróun.
Það væri fullmikil alhæfing að segja að flest rauð blóm sé að finna í suðlægum löndum, en á hinn bóginn er meira um vindfrjóvgaðar plöntur á norðurslóðum og þær hafa ekki þörf fyrir litskrúðug blóm.

 

Fuglar og býflugur sem vilja sjá litrík blóm verða algengari þegar sunnar dregur.

 

Hvort tveggja getur valdið því að jurtir í suðlægum löndum hafi meiri þörf fyrir liti en á hinum svalari norðurslóðum.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is