Hversu lýðræðislegt var lýðræði Grikkjanna?

Lýðræði var algerlega nýtt stjórntæki á sínum tíma og lýðræði Aþenubúa var nokkuð langt frá þeim hugmyndum sem við höfum í dag um lýðræði.

BIRT: 22/05/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Árið 507 f.Kr. innleiddi stjórnmálaskörungurinn Kleisthenes nýtt stjórnarfar í Aþenu: lýðræði. Þetta fornaldarlýðræði líktist stjórnmálakerfi nútímans þó að afar takmörkuðu leyti.

 

Einn helsti munurinn var sá að einungis fullorðnir, frjálsir karlar sem gegnt höfðu herþjónustu í minnst tvö ár, máttu taka ákvarðanir á sviði stjórnmála.

 

Þetta táknaði að einungis karlmenn yfir tvítugu hefðu rétt á að taka þátt í stjórnmálum og að konur, þrælar og útlendingar væru með öllu áhrifalaus.

 

Þetta gerði það að verkum að Aþenu var stjórnað af einungis 15 % íbúanna.

Hverjir tóku þátt í lýðræði Aþenu?

Þrælar (u.þ.b. 60%)

Allt að 150.000 af þeim 250.000 sem bjuggu í Aþenu voru þrælar án nokkurra réttinda á stjórnmálasviðinu.

 

Útlendingar (u.þ.b. 5%)

Útlendingar máttu gjarnan setjast að í Aþenu en máttu hvorki eiga land né taka þátt í stjórnmálum.

 

Borgarar án kosningaréttar (u.þ.b. 20%)

Konur, svo og karlmenn undir tvítugu, höfðu engin áhrif á sviði stjórnmála í Aþenu.

 

Karlmenn með atkvæðisrétt (u.þ.b. 15%)

Allar ákvarðanir á sviði stjórnmála voru teknar af fullvaxta, frjálsum körlum sem öðlast höfðu þjálfun sem hermenn.

Eins og við þekkjum í dag kjósa borgararnir stjórnmálamenn til að vinna að hagsmunum kjósendanna en í Grikklandi til forna höfðu karlar aftur á móti tækifæri til að taka sjálfir ákvarðanir á sviði stjórnmála – m.a. í þjóðþinginu sem kom saman 40 sinnum á ári.

 

Allir þátttakendurnir nutu málfrelsis og höfðu atkvæðisrétt þegar lög voru samþykkt. Alls 500 karlar voru valdir af handahófi til starfa í ráðinu sem sá um daglegan rekstur Aþenu.

 

Síðast en ekki síst voru 500 karlmenn kjörnir í Þjóðardómstólinn sem kom saman 200 sinnum á ári til að útkljá deilur og sakamál.

 

Makedóníumenn afnámu lýðræðið í Aþenu árið 322 f.Kr.

BIRT: 22/05/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ & BUE KINDTLER-NIELSEN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Imageselect

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is