Search

Hvenær var gríska stafrófið fundið upp?

Alfa, beta, gamma, delta og ómikron – Covid – afbrigði hafa verið kennd við gríska bókstafi en fyrir um 2.800 árum umbyltu þessir gömlu bókstafir heimi Grikkjanna.

BIRT: 24/07/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Gríska stafrófið varð til á 8. öld f.Kr. Innblásturinn er kominn frá Fönikíumönnum en þeir voru miklir sjómenn sem stunduðu margvísleg viðskipti fyrir botni Miðjarðarhafs.

 

Grikkir stóðu þó frammi fyrir mikilli áskorun varðandi ritmál Fönikíumanna: Rétt eins og önnur semitísk ritmál er það ekki með nein tákn fyrir sérhljóða. Lærdómsmenn Grikkja þróuðu því nýtt stafróf með viðbættum sérhljóðum til að það passaði við indó-evrópska tungu þeirra.

 

Þannig smíðuðu Grikkir fyrsta hljóðfræðilega stafróf sögunnar, þar sem hvert tákn stendur fyrir hljóð en ekki atkvæði eða tákn.

Forn-Grikkir réðu yfir alls 24 bókstöfum, hverjum með sitt hljóð.

Nýtt stafróf gerði skrif aðgengilegt öllum

Þetta nýja ritmál var byltingarkennt fyrir grísku þjóðina sem hafði þó áður þróað mismunandi ritmál. Flest þeirra voru afar flókin eins og t.d. Linear B sem innihélt um 200 tákn og myndletur. Með þessu nýja stafrófi gat sérhver Grikki gert sig skiljanlegan með einungis 24 táknum.

 

Þetta auðvelda stafróf Grikkjanna breiddist út í Evrópu með grískum nýlendum á 7. öld f.Kr. og varð að etrúsku á Ítalíu. Rómverjar þróuðu síðan þetta stafróf yfir í latneska stafrófið sem er nú notað í stærstum hluta Evrópu.

BIRT: 24/07/2022

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Zde

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is