Menning og saga

Mayar eitruðu fyrir sjálfum sér

Tikal, höfuðborg Maya, var skyndilega yfirgefin í lok 9. aldar. Nýjar rannsóknir sýna að ástæðan var kvikasilfursmengun ásamt þurrkum.

BIRT: 29/01/2024

Fyrir 1.200 árum iðaði Tikal, stórborg Maya, af lífi. Á blómaskeiði borgarinnar urðu íbúarnir allt að 100.000 en skyndilega hallaði hratt undan fæti.

 

Fornleifarannsóknir sýna að borgin sem er í núverandi Gvatemala, var skyndilega orðin mannlaus í lok 9. aldar.

 

Hingað til hafa menn talið helstu ástæðuna vera langvarandi þurrkaskeið en nýjar rannsóknir líffræðinga við Cincinnatiháskóla í BNA sýna að þurrkarnir voru ekki eina ástæðan.

Rannsóknir vísindamanna á vatnslónum í Tikal leiddu í ljós mikið magn blágrænþörunga sem gerði vatnið illa drykkjarhæft.

Eitrun í drykkjarvatni hefur lika gegnt lykilhlutverki.

 

Gæði vatns lítil

Vísindamenn greindu setlög á botni tíu af þeim vatnslónum sem íbúarnir voru algerlega háðir varðandi drykkjarvatn. Borgin var fjarri stöðuvötnum og fljótum og því viðkvæm fyrir þurrkatímabilum.

 

Þegar ekki rigndi fylltust drykkjarvatnslónin ekki og vatnið sem eftir var, varð æ verra.

 

Rannsóknir á setlögunum sýndu að þéttni tveggja tegunda blágrænþörunga jókst verulega undir það síðasta og vatnið hefur af þeim sökum verið illa drykkjarhæft.

Lífsnauðsynlegar vatnsbirgðir við Tikal breyttust smám saman í eiturlón þegar kvikasilfur úr veggmyndum skolaðist af veggjunum og út í vatnslónið.

En það var ekki eina ástæðan. Auk þörunganna var mikil kvikasilfurseitrun í vatninu og á því báru Mayar sjálfir ábyrgðina.

 

Skreytingarnar eitruðu

Þegar múrar borgarinnar voru skreyttir voru skærrauðir litir í uppáhaldi og í rauða málningu notuðu þeir steinefnið cinnober sem á máli efnafræðinnar kallast kvikasilfursúlfíð.

 

Öldum saman hafði regnið svo skolað burtu málningu af múrveggjum og kvikasilfrið safnaðist upp í drykkjarvatnslónunum.

1.300 ár var búið í Tikal áður en borgin fór í eyði. Blómaskeiðið stóð frá 200 og framundir 900, þegar þarna var miðpunktur Mayaveldisins.

Mest kvikasilfur var í vatnslónum við musteri í miðborginni og þar voru líka bústaðir yfirstéttarinnar. Vísindamennirnir eru því þeirrar skoðunar að yfirstéttarfólk hafi fyrst orðið fórnarlömb kvikasilfurseitrunarinnar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

Shutterstock,© Nicholas Dunning/UC,© Louis-le-Grand

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is