Lifandi Saga

Hvenær varð Kasakstan til?

Árið 1991 sleit Kasakstan sig laust frá Sovétríkjunum og leit björtum augum til framtíðarinnar sem virtist einkennast af efnahagslegum vexti. En þá gerðist Nursultan Nazarbajev forseti landsins.

BIRT: 18/11/2024

Kasakstan okkar tíma reis upp úr öskustó Sovétríkjanna árið 1991 þegar landið öðlaðist sjálfstæði. Þá urðu Kasakar loks eigin herrar eftir margra alda yfirráð Rússa í landinu, fyrst keisarans og síðar meir Sovétríkjanna sem m.a. notuðu Kasakstan til tilrauna með kjarnavopn og fyrir losun á eitruðum efnaúrgangi.

Kasakar hafa verið kúgaðir um aldir

Frá 18. öld reyndi rússneski keisarinn og síðar kommúnistabolsévikar að leggja undir sig hina uppreisnargjörnu Kasaka.

 

16. öld

Kasakskir hirðingjar sameinast í bandalagi ættbálka. Á næstu öldum berjast Kasakar gegn Rússum og Kínverjum sem hafa áform að ná hlutum landsins á sitt vald.

 

18. öld

Nokkrir kazakskir-ættbálkar ganga í lausleg bandalag með rússneska keisaranum, sem hægt og rólega eykur áhrif sín meðal hirðingjaættbálkana.

 

1820

Keisarinn kynnir rússneska stjórnsýslu, löggjöf og skattlagningu á svæðum Kasakstan. Sumir Kasakar flytja til Kína en aðrir sættast á rússnesk áhrif.

 

1868

Kasöskum landsvæðum eru innlimuð í rússneska keisaraveldið og mikill fjöldi rússneskra bænda sest að á svæðinu.

 

1917

Kasakar rjúfa tengsl við hið veikburða keisaradæmi Rússlands og stofna sjálfstætt ríki. En þegar árið 1920 lenda Kasakar hins vegar undir stjórn bolsévika og Sovétríkjanna.

 

1930

Rússar þvinga kasakska hirðingjana til að stunda búskap á samyrkjubúum. Allt að 40 prósent íbúa Kasakstan farast í bardögum gegn Rússum eða deyja af völdum hungursneyðar.

 

1991

Sovétríkin sundrast og nýkjörinn forseti Kasakstan, Nursultan Nazarbayev, lýsir yfir sjálfstæði landsins í desember árið 1991.

Ánægjan yfir því að endurvinna frelsið var þó skammvinn hvað Kasaka áhrærði. Þegar landið fékk sjálfstæði var Nursultan Nazarbajev kjörinn forseti landsins með 95% greiddra atkvæða í kosningum þar sem hann var eini frambjóðandinn og í þennan titil ríghélt hann með járngreipum næstu þrjá áratugina.

 

Forsetinn ræður öllu

Á meðan Nazarbajev var við stjórnvölinn var landinu stjórnað af einræðisstjórn sem lagði hömlur á tjáningar- og prentfrelsi og kæfði niður öll andmæli á sviði stjórnmála. Forsetinn sölsaði sífellt meiri völd undir sig og honum tókst m.a. að leysa upp þingið og að hafna lagafrumvörpum sem lögð voru fram þar. Þar að auki gat forsetinn valið stjórnarmeðlimi ríkisstjórnarinnar eða rekið þá að vild og hann hafði að sama skapi völd til að skipta sér af réttarhöldum. 

 

Þegar Nazarbajev loks lét af völdum árið 2019 lét hann ekki staðar numið fyrr en hann hafði valið eftirmann sinn. Einnig hefur hann sigrað í öllum kosningum sem haldnar hafa verið síðan en kosningarnar hafa allar verið gagnrýndar af alþjóðlegum kosningaeftirlitsaðilum.

Kasakstan á sér náinn bandamann í Rússum sem sent hafa hersveitir inn í landið þegar óeirðir hafa brotist út undanfarið.

Í Kasakstan er að finna óhemjumikið magn af olíu og gasi. Meirihluti íbúanna hefur þó ekkert gagn af auðævum þessum því allur ágóðinn lendir í vösum þeirra sem forsetanum eru hliðhollir.

 

Þegar verðið á eldsneyti tvöfaldaðist í upphafi þessa árs efndu Kasakar til mótmæla á götum úti og mótmæltu félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði. Forsetinn kallar mótmælendurna hryðjuverkamenn sem vilji stuðla að óstöðugleika í landinu.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü

© Creative Commons. © Kremlin.ru.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

3 tilgátur: Þess vegna grátum við

Alheimurinn

Af hverju er geimurinn svartur?

Náttúran

Líf við ómögulegar aðstæður undir ís

Lifandi Saga

Hvers vegna brann Hindenburg? 

Náttúran

Gætu hvítabirnir lifað af á Suðurskautslandinu?

Lifandi Saga

Hvað voru fyrsta og annað ríkið?

Lifandi Saga

El-Alamein: Montgomery sigrar Rommel í sandbylnum

Lifandi Saga

Hvers vegna geta kosningar verið svona ótrúlega jafnar?

Náttúran

Hvers vegna hafa dýr svona mismunandi augu?

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Náttúran

Geta hvalir gleypt fólk?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is