Klofningurinn milli súnníta – og sjíta – múslima varð rétt eftir að spámaðurinn Múhammeð lést árið 632. Fram til þess höfðu allir litið á Múhammeð sem leiðtoga múslima, en þegar spámaðurinn var nú látinn þurftu áhangendur hans að finna nýjan leiðtoga.
Erfðaröðin var þó ekki alveg skýr. Stærsti hluti múslima (súnnítarnir) töldu að dugmesti áhangandi spámannsins ætti að verða eftirmaður hans.
Hinn hópurinn (sjítarnir) litu fremur til skyldleika við spámanninn og álitu að Múhammeð hefði þegar valið frænda sinn og tengdason, Ali, sem arftaka.
Súnnítarnir sigruðu í þessari valdabaráttu og gerðu Abu Bakr, vin Múhammeðs og ráðgjafa, að fyrsta kalífa íslam, og hann var þar með bæði pólitískur og trúarlegur leiðtogi múslimanna. Minnihlutinn sem tapaði, sjítarnir, neituðu þó að gefast upp og héldu fast við það að Ali og ætt hans væru réttmætir arftakar íslams.
Klofningurinn milli þessara tveggja fylkinga varð endanlegur, þegar sonur Alis, Hussein, var drepinn árið 685 við bæinn Karbala, þar sem nú er Írak. Samkvæmt sumum heimildum voru það hermenn kalífans sem drápu hann, en sumir súnnítar töldu hins vegar að Hussein hefði verið svikinn af eigin mönnum.
LESTU EINNIG
Óháð því hver var þar að verki tryggðu súnnítar sig í valdasessi meðan sjítarnir voru jaðarsettir. Eftir fjölmarga bardaga og pólitíska valdabaráttu frá 600 – og fram á 9. öld voru 12 af trúarleiðtogum sjíta (ímamar) myrtir.
Sjítar trúa því núna að sá tólfti og síðasti ímaninn hafi notið verndar Allah og farið í felur. Hann lifir því ennþá og mun dag einn snúa aftur sem messías (madhi) til að skapa frið.
Hvað guðfræðina varðar eru hóparnir tveir sammála um að Allah er hinn eini guð og að Múhammeð var spámaður hans. Bæði súnnítar og sjítar fylgja fimm meginboðum íslams – meðal annars föstu og pílagrímsferð til Mekka – og líta á Kóraninn sem helga bók.
Einn afgerandi munur er sá að súnnítar styðjast við marga texta um líf Múhammeðs og gjörninga (hadith) sem leiðsögn til að lifa guðhræddu og góðu lífi.
Fyrir utan spámanninn Múhammeð leggja sjítar einnig mikla áherslu á fordæmi tólf ímananna og líta á þá sem trúarlegar fyrirmyndir. Þessi munur hefur oft orðið þess valdandi að súnnítar saka sjíta um að aðhylltast hindurvitni og segja þá vera villutrúarmenn.