Hver er Salman Rushdie?

Frá því að bókin „Söngvar Satans“ kom út árið 1988 hefur Salman óttast um líf sitt. Þann 12. ágúst 2022 raungerðist sá ótti þegar ráðist var á þennan bresk-indverska rithöfund í New York.

BIRT: 08/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie var rétt stiginn upp á svið í menningarmiðstöð í New York þegar ungur svartklæddur maður stökk upp úr áhorfendahópnum og hljóp upp á svið.

 

Fáeinum sekúndum síðar stóð þessi svartklæddi maður á bak við Rushdie og stakk hann hvað eftir annað bæði í háls og maga. Samkvæmt sjónvarvottum var rithöfundurinn stunginn 10 – 15 sinnum áður en áhorfendum tókst að yfirbuga ódæðismanninn.

 

Síðar þennan dag greindi umboðsmaður Rushdie frá því að rithöfundurinn hefði skaddast á lifur, öðrum handlegg og öðru auganu. Engu að síður var Rushdie á lífi og hann hafi þannig náð að sleppa undan dauðadómi sem var gefinn út gegn honum fyrir meira en 30 árum.

Í áratugi hefur Salman Rushdie óttast trúarlegan dauðadóm frá 1989.

Í felum í áratugi

Þegar Rushdie fæddist á Indlandi árið 1947 var ekkert sem benti til þess að hann myndi enda sem einn umdeildasti rithöfundur heims. Hann fæddist inn í velmegandi múslimska en veraldlega sinnaða fjölskyldu og 13 ára gamall var hann sendur í heimavistarskóla í Englandi, þar sem hann síðar lagði stund á sagnfræði.

 

Hann vakti athygli í Bretlandi 1981 þegar metsölubók hans „Miðnæturbörn“ var gefin út. Það var þó fyrst með „Söngvum Satans“ frá 1988 sem Rushdie var talinn einn af fremstu rithöfundum heims.

 

Jafnframt gerði bókin Rushdie að skotmarki meðal nokkurra heittrúaðra landa, enda sögðu þeir hluta bókarinnar vera argasta guðlast. Bókin var því bönnuð í mörgum löndum og árið 1989 kvað klerkastjórn Írans upp svokallað fatwa, þar sem Rushdie var fordæmdur fyrir guðlast og voru sanntrúaðir múslimar hvattir til að drepa hann.

 

Í áratugi var Rushdie í felum meðan margar persónur sem tengdust „Söngvum Satans“ – meðal annars þýðendur – lentu í því að reynt var að drepa þá.

 

Á síðari árum hafði Rushdie þótt slaka á öryggiskröfum sínum og tók þátt í samkomum án öryggisvarða. Það var einmitt á einni slíkri samkomu sem ráðist var á hann og hann stunginn.

BIRT: 08/03/2023

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Fronteiras do Pensamento

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is