Fæðan brotnar niður í minni einingar sem síðan frásogast frá meltingarveginum í blóðið og berast um líffærakerfið. Þar brotna næringarefnin niður í sífellt minni sameindir í því sem nefnist oxun. Þetta táknar að hinar ólíku sameindir fara frá einu orkuþrepi niður á lægra þrep.
Orkan sem losnar úr læðingi nýtist orkukrefjandi ferlum í einstökum frumum sem eiga sér stað með efnahvörfum. Öllu er stýrt af mýmörgum ensímum sem hafa jafnframt stjórn á ferlinu.
Aukaafurðirnar eru koltvísýringur og vatn, ásamt úrgangsefnum á borð við þvagsýru sem skilst frá. Þá verður einnig um að ræða orkutap sem birtist í formi varmamyndunar og nýtist líkamanum að sama skapi.