Lifandi Saga

Hvernig gátu orrustuflugvélar tekið lóðrétt á loft? 

Hve lengi hafa orrustuflugvélar getað lent og tekið á loft lóðrétt?

BIRT: 21/06/2023

Nasistar gerðu tilraunir með orrustuflugvélar

Þegar árið 1944 gerðu nasistar í Þýskalandi tilraunir með flugvélar sem þurftu ekki langt tilhlaup til að komast á loft. Þörfin fyrir lóðrétt flugtak fór vaxandi eftir því sem Bandamenn sprengdu upp sífellt fleiri flugvelli nasista.

 

Frumgerðin fannst þó einungis á teikniborðinu þegar stríðinu lauk. En eftir stríðið varð áhugi manna meiri á því að smíða orrustuflugvél sem væri t.d. hægt að senda á loft frá minni herskipum og vernda þannig mikilvægar skipalestir.

 

Bretar smíðuðu fyrstu orrustuþotuna

Bretar smíðuðu Hawker Siddeley Harrier árið 1967 og var hún fyrsta VTOL-orrustuflugvélin (Vertical Takeoff and Landing) sem var svo áreiðanleg að það mátti fjöldaframleiða hana.

 

Fjölmargar Harrier-gerðir bættust síðar við og flugvélarnar tóku þátt í Falklandseyjastríðinu árið 1982 með góðum árangri, þar sem þær vernduðu herskip gegn árásum úr lofti og sprengdu upp hervirki Argentínumanna á eyjunum.

 

Framleiðslan á Harrier stoppaði þó árið 2003 og núna hafa flest lönd hætt notkun slíkra flugvéla.

 

Hæfileikinn fyrir lóðrétt flugtak var einfaldlega ekki svo eftirsóttur lengur en gerði hins vegar Harrier-flugvélina bæði flókna í smíðum og eins var bilanatíðnin há.

Harrier þarf engan flugvöll fyrir flugtak og lendingu. Flatur akur dugar ágætlega.

Margar tilraunaflugvélar misheppnuðust

 

1954: Lockheed XFV

XFV gat verið kyrr í lofti þegar hún hafði fengið aðstoð við flugtak. Í upphafi hvíldi hún á fjórum stélvængjum en var þó aldrei fær um að komast frá jörðu fyrir eigin vélarafli. Einungis ein frumgerð var smíðuð.

 

1959: Coléoptére

Frakkar gerðu tilraunir með þotuhreyfil sem var lokaður inni í hringlaga vængi. Coléoptére gat tekið lóðrétt á loft en eina frumgerðin hrapaði og eyðilagðist í 9. tilraun flugvélarinnar við að fljúga lóðrétt.

 

1963: EWR VJ 101 C

Þotuhreyflarnir voru á vængjunum og snúa mátti þeim lóðrétt og þannig lyfta flugvélinni upp í loft. Við tilraunaflug tókst VJ 101 að létta lóðrétt og síðan fljúga lárétt. Flugvélin hrapaði þó síðar niður – einungis tvær flugvélar komust á loft áður en verkefnið var lagt á hilluna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Ofvirkni í heilastöð veldur stami

Maðurinn

Rannsókn: Þetta er ástæðan fyrir því að börn læra hraðar en fullorðnir

Maðurinn

Heilinn kortlagður: Smásæ vefsýni sýna stórbrotin smáatriði

Náttúran

Af hverju er kalt í mikilli hæð?

Maðurinn

Hversu oft segjum við ósatt?

Lifandi Saga

Kjarnorkuógnin: Sovéskur kafbátur í skerjagarðinum

Alheimurinn

Lítið eitt um þyngdarkraftinn

Menning

Hverjir höfðu fasta búsetu í Machu Picchu?

Lifandi Saga

Hitler var á efnum alla seinni heimsstyrjöld

Jörðin

Af hverju virðist Grænland álíka stórt og Ástralía?

Lifandi Saga

Hversu góðir vinir eru Kína og Rússland? 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.