Search

Af hverju er ekki GPS-tæki í „svarta kassa“ flugvéla?

Árið 2014 hvarf flugvél frá Malasíu sporlaust og hefur aldrei fundist. Af hverju er ekki GPS-sendir í hinum svonefnda „svarta kassa“ í farþegaþotum svo auðvelt sé að finna þær?

BIRT: 18/05/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Þegar útvarpsbylgjusamband við flugvél Malaysia Airlines rofnaði í mars árið 2014, var hún á leið frá Kuala Lumpur til Beijing í Kína. Allra síðast sást hún á hernaðarradar yfir Andamanhafi og stefndi út á Indlandshaf.

 

Einmitt vegna þess að þotan hvarf yfir sjó hefði GPS-tæki í svarta kassanum komið að takmörkuðum notum.

 

GPS-tæki senda á tveimur rásum og nota rafsegulgeislun á tíðnisviðunum 1.575,42 MHz og 1.227,60 MHz. Þetta samsvarar þeirri útvarpsbylgjutíðni sem kallast UHF (Ultra High Frequency) en útvarpsbylgjur á þessum bylgjulengdum berast afar illa í vatni.

Svarti kassin sendir frá sar hátíðnihljóð í 30 daga eftir flugslys.

Í stað GPS-tækja eru því yfirleitt hljóðsendar í svörtu kössunum. Þeir fara í gang ef þeir komast í snertingu við vatn og senda boð einu sinni á sekúndu í að a.m.k. 30 daga.

 

Þetta eru hátíðnihljóð á tíðninni 37,5 kHz. Til samanburðar greinir mannseyrað allt upp í 20 kílórið (kHz) en hundar heyra upp að 45 kílóriðum.

 

Hátíðnihljóðið berst mun betur gegnum vatn en útvarpsbylgjur og það má greina í allt að þriggja kílómetra fjarlægð – en það dugði þó ekki til að staðsetja flak malasísku þotunnar.

 

Nýr kassi losnar frá flugvélinni

Sá harmleikur hefur þó orðið til þess að ný gerð skráningarkassa vinnur á. Nýja gerðin kallast ADFR (Automatic Deploy Flight Recorder) og losnar frá flugvél sem hrapar í sjó og flýtur síðan á yfirborðinu. Þaðan sendir tækið síðan boð um gervihnetti og það eykur mjög líkurnar á að kassinn finnist.

Nýi kassinn er í björgunarvesti

Ný gerð kassa losnar og flýtur á yfirborði og auðveldar mönnum að finna flak á hafsbotni.

1. Gögnum safnað í nefi flugvélar

CVDR-tæki (Cockpit Voice and Data Recorder) fremst í vélinni fylgist með öllu sem gerist um borð og geymir öll gögn síðustu 25 tíma. Þetta tæki sendir svo gögnin í ADFR-kassann.

2. Svarti kassinn flýtur frá stélinu

ADFR-kassinn er neðst í stélblaðinu. Ef flugvélin skaddast eða kassinn kemst í snertingu við vatn, losnar hann frá og flýtur upp.

3. Kallar á hjálp frá yfirborði

ADFR-kassinn er léttari en vatn og flýtur upp á yfirborðið, þar sem hann kveikir öflugt blikkljós. Jafnframt sendir hann gervihnöttum upplýsingar um staðsetningu og kennimörk flugvélarinnar.

Nýi kassinn er í björgunarvesti

Ný gerð kassa losnar og flýtur á yfirborði og auðveldar mönnum að finna flak á hafsbotni.

1. Gögnum safnað í nefi flugvélar

CVDR-tæki (Cockpit Voice and Data Recorder) fremst í vélinni fylgist með öllu sem gerist um borð og geymir öll gögn síðustu 25 tíma. Þetta tæki sendir svo gögnin í ADFR-kassann.

2. Svarti kassinn flýtur frá stélinu

ADFR-kassinn er neðst í stélblaðinu. Ef flugvélin skaddast eða kassinn kemst í snertingu við vatn, losnar hann frá og flýtur upp.

3. Kallar á hjálp frá yfirborði

ADFR-kassinn er léttari en vatn og flýtur upp á yfirborðið, þar sem hann kveikir öflugt blikkljós. Jafnframt sendir hann gervihnöttum upplýsingar um staðsetningu og kennimörk flugvélarinnar.

Fyrir þá tæknimenn sem rannsaka flugslys skiptir öllu máli að hafa aðgang að hinum svonefnda svarta kassa – sem reyndar eru appelsínugulir að lit.

 

Tækin skrá m.a. flughæð, stefnu, hraða og ástand hreyfla og taka upp samtöl flugmanna.

BIRT: 18/05/2023

HÖFUNDUR: Niels Halfdan Hansen

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is