Menning

Hvernig getur fótbolti breytt um stefnu í loftinu?

Sum flottustu mörkin í fótbolta eru skoruð beint úr aukaspyrnum, þegar boltinn er skrúfaður fram hjá varnarveggnum eða yfir hann. En hvernig kemur snúningur á boltanum honum til að breyta um stefnu í loftinu?

BIRT: 14/12/2022

Knattspyrnumenn eyða löngum stundum í að æfa sig í að skrúfa boltann fram hjá eða yfir varnarvegg. Það er eina leiðin til að koma boltanum í markið þegar varnarveggurinn lokar beinni línu boltans í mark.

 

Ástæðan er fólgin í þeim sérstöku áhrifum sem snúningur boltans hefur á stefnu hans.

 

Snúningur breytir loftmótstöðunni

Til að nýta snúningsáhrifin þarf að skjóta boltanum þannig af stað að hann snúist um sjálfan sig. Það er gert með því að fóturinn skelli örlítið skáhallt á honum, t.d. aðeins hægra megin við miðjuna.

 

Þegar boltinn er kominn á ferð verður hann fyrir loftmótstöðu en mótstaðan hefur ekki sömu áhrif á báðum hliðum. Þegar hægri hlið boltans hreyfist í sömu stefnu og boltinn sjálfur verður loftmótstaðan meiri þeim megin. Vinstra megin er mótstaðan minni vegna þess að yfirborðið færir sig öfugt við stefnuna.

Loftstraumar fá boltann til að sveigja

Snúningsbolti breytir um stefnu vegna þess að loftmótstaðan er misjöfn.

1. Spark skapar snúning

Leikmaðurinn sparkar örlítið hægra megin í boltann þannig að hann snýst. Boltinn hreyfist ekki aðeins áfram heldur snýst líka um sjálfan sig.

2. Loftmótstaðan verður misjöfn

Vegna snúningsins verður loftmótstaðan minni vinstra megin. Loftið dregst aðeins inn á við fyrir aftan boltann.

3. Boltinn breytir um stefnu

Sveigja loftsins inn á við til vinstri skapar mótkraft – þau snúningsáhrif sem valda því að boltinn breytir um stefnu.

Afleiðingin verður sú að loftið vinstra megin dregst inn aftan við boltann. Þann myndast lægri loftþrýstingur vinstra megin við boltann en hægra megin. Loftþrýstingsmunurinn jafnast með því að boltinn dregst til vinstri og snúningsáhrifin eru einmitt fólgin í þessu.

 

Sú list að senda snúningsbolta er stunduð í mörgum íþróttagreinum, allt frá körfubolta til golfs. Í tennis og borðtennis skapa leikmenn snúning nánast í hverju höggi. Í þessum greinum sést skýrt hvernig boltinn eða kúlan skrúfast niður á yfirsnúningi en fer lengra á undirsnúningi.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Getty Images

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is