Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, var stofnað 1954. Meðal markmiðanna var að koma á fót keppni sem á fjögurra ára fresti átti að krýna besta landslið í Evrópu.
Þegar undankeppnin hófst 1958 var áhuginn hins vegar afar takmarkaður. Öflugar fótboltaþjóðir á borð við Ítali, Englendinga og Vestur-Þjóðverja sáu ekki ástæðu til að taka þátt. Það voru því aðeins 17 landslið sem kepptu um að komast á lokamótið.
Evrópubikarinn heitir eftir fyrsta forseta UEFA, Henri Delaunay.
Sovétríkin, Júgóslavía, Tékkóslóvakía og Frakkland náðu í úrslitakeppnina. Eftir það var afráðið að mótið yrði haldið í Frakklandi. Sovétmenn unnu Júgóslava 2-1 í úrslitaleiknum.
Myndskeið: Sjáðu mörkin í úrslitaleiknum árið 1960 hér:
Evrópumeistarar frá upphafi
1960:
Sovétmenn
1964:
Spánverjar
1968:
Ítalir
1972:
Vestur-Þjóðverjar
1976:
Tékkar (þáverandi Tékkóslóvakía)
1980:
Vestur-Þjóðverjar
1984:
Frakkar
1988:
Hollendingar
1992:
Danir
1996:
Þjóðverjar
2000:
Frakkar
2004:
Grikkir
2008:
Spánverjar
2012:
Spánverjar
2016:
Portúgalir
2021:
Ítalir