EM í fótbolta: Enginn nennti að verða Evrópumeistari

Fótboltastórveldi á borð við Ítalíu og England tóku ekki einu sinni þátt þegar halda átti fyrsta Evrópumeistaramótið 1960.

BIRT: 09/12/2022

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, var stofnað 1954. Meðal markmiðanna var að koma á fót keppni sem á fjögurra ára fresti átti að krýna besta landslið í Evrópu.

 

Þegar undankeppnin hófst 1958 var áhuginn hins vegar afar takmarkaður. Öflugar fótboltaþjóðir á borð við Ítali, Englendinga og Vestur-Þjóðverja sáu ekki ástæðu til að taka þátt. Það voru því aðeins 17 landslið sem kepptu um að komast á lokamótið.

Evrópubikarinn heitir eftir fyrsta forseta UEFA, Henri Delaunay.

Sovétríkin, Júgóslavía, Tékkóslóvakía og Frakkland náðu í úrslitakeppnina. Eftir það var afráðið að mótið yrði haldið í Frakklandi. Sovétmenn unnu Júgóslava 2-1 í úrslitaleiknum.

 

Myndskeið: Sjáðu mörkin í úrslitaleiknum árið 1960 hér:

Evrópumeistarar frá upphafi

1960:

Sovétmenn

 

1964:

Spánverjar

 

1968:

Ítalir

 

1972:

Vestur-Þjóðverjar

 

1976:

Tékkar (þáverandi Tékkóslóvakía)

 

1980:

Vestur-Þjóðverjar

 

1984:

Frakkar

 

1988:

Hollendingar

 

1992:

Danir

 

1996:

Þjóðverjar

 

2000:

Frakkar

 

2004:

Grikkir

 

2008:

Spánverjar

 

2012:

Spánverjar

 

2016:

Portúgalir

 

2021:

Ítalir

BIRT: 09/12/2022

HÖFUNDUR: Jannik Petersen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Getty Images,

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.