Þrátt fyrir að dauðarefsing hafi verið afnumin í flestum löndum heims halda sum ríki áfram að lífláta þegna sína..
Nýjasta aðferðin er innöndun köfnunarefnis. Sett er gríma á hinn dæmda og hann andar að sér banvænum skammti af hreinu köfnunarefni. Ástæðan fyrir nafni frumefnisins er í raun hæfileiki köfnunarefnis til að kæfa eld. Það er líka nokkuð lýsandi fyrir hvernig gasið drepur.
Hreint köfnunarefni ryður burt súrefni
Þú andar stöðugt að þér köfnunarefni því gasið er 78 prósent andrúmslofts. En í hreinu formi ryður köfnunarefni súrefni úr lungum og fjórar eða fimm innandanir duga til að missa meðvitund. Innan nokkurra mínútna deyr viðkomandi vegna súrefnisskorts í heilanum.
Innöndun köfnunarefnis veldur ekki sömu skelfingartilfinningu og við hefðbundna köfnun, því dauðadæmdur einstaklingur getur andað frá sér koltvísýringi. Óþægindin af því að geta ekki andað er fyrst og fremst vegna aukins magns koltvísýrings í blóði.
Talsmenn aðferðarinnar telja því að köfnunarefni valdi mildum og sársaukalausum dauða.
Andstæðingar telja tæknina hins vegar ekki mannúðlega, þar sem meðvitundarleysi kemur ekki fram samstundis. Þess vegna líður einhver tími þar sem súrefnisskortur getur valdið óróleika. Að auki hefur verið vart við krampa hjá dýrum sem hafa verið aflífuð með köfnunarefni.