Lifandi Saga

Hvernig lyktaði Sólkonungurinn?

Það er vel þekkt að hreinlætið á 17. og 18. öld var ekki upp á marga fiska en hvernig lyktaði einn voldugasti maður heims?

BIRT: 19/10/2022

Eins og flestir aðrir á 17. og 18. öld óttaðist franski Sólkonungurinn heit böð.

 

Helstu læknar þessa tíma höfðu nefnilega réttilega komist að því að hitinn opnaði svitaholurnar.

 

Það töldu þeir gera líkamann móttækilegri fyrir alls kyns sjúkdómum sem leyndust í vatninu, einkum þegar það var ekki á hreyfingu.

 

Sagt var að Plágan mikla hafi dreifst út með þessum hætti.

 

Sólkonungurinn er engu að síður talinn hafa verið afar hreinlátur enda fór hann í „þurrt bað“ á hverjum morgni þar sem þjónustufólkið þvoði líkama hans með svokölluðu aqua vitae – etanóli sem samanstóð af um 90% alkóhóli.

 

Einungis andlit hans fékk pínulítla skvettu af köldu vatni. Þessir daglegu þvottar dugðu þó ekki á alræmda andfýlu og svitalykt Lúðvíks 14. 

Hinn hræðilegi fnykur í Versölum ofbauð meðal annars Voltaire. Versalir, aðalsetur frönsku konungsfjölskyldunnar frá 1682, voru einnig alræmdir fyrir viðbjóðslegan daun. Höllin hafði einungis fáein salerni fyrir um 4.000 manns sem bjuggu þar og algengt var að þjónustufólkið gengi örna sinna í hornum og skúmaskotum.

Til þess að losna við svitafýluna skipti hann um skyrtur þrisvar sinnum á degi hverjum og var svo heltekinn af ilmvötnum að hann var kallaður „hinn sætangandi“.

 

Hann fyrirskipaði konunglegum ilmvatnsgerðarmönnum að skapa nýja angan þannig að hann hefði sérstakt ilmvatn á hverjum degi vikunnar og hann lét hreinsa klæði sín í blöndu af m.a. rósarvatni, jasmíni og múskolíu.

 

Á síðustu árum lífs síns notaði Lúðvík fjórtándi þó einungis ilmefni úr appelsínublómum. Sumir sagnfræðingar telja að þessi gegndarlausa notkun hafi framkallað ofnæmi fyrir mörgum af hefðbundnum innihaldsefnum í ilmvötnum þess tíma. 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

© Château de Versailles

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

5 haldbærar sannanir um að jörðin er hnöttótt

Alheimurinn

Tungl Júpíters á að veita svar við einni helstu ráðgátu lífsins: Leiðangur til Evrópu 

Náttúran

Segulmagn bjargar okkur frá banvænum ögnum

Náttúran

Þegar jörðin hreykir sér 

Lifandi Saga

Hvers vegna borða Japanar sushi?

Alheimurinn

Má ímynda sér líf án vatns?

Lifandi Saga

Hvert var hlutverk Martins Bormanns í nasistaflokknum?

Alheimurinn

Stjörnufræðingar finna fyrstu frumvísa að Vetrarbrautinni

Maðurinn

Hve hratt fer blóðið um líkamann?

Lifandi Saga

Fjöldamorð SS leiddi til miskunnarlausrar hefndar

Lifandi Saga

Hvað var gula?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is