Tækni

Frakki heiðraður fyrir vefnaðarvél

LYON, 1805: Napóleon keisari ánafnar Joseph Marie Jacquard launum til æviloka fyrir að hafa smíðað alsjálfvirkan vefstól – uppfinningu sem því nær kostaði manninn lífið.

BIRT: 04/11/2014

Napóleon keisari er yfir sig hrifinn af nýrri uppfinningu Josephs Marie Jacquard, sjálfþræðandi vefstól. Hans keisaralega tign hefur því ákveðið að uppfinningamanninum verði árlega greidd ákveðin upphæð allt til æviloka. Þessi eftirlaun koma til viðbótar allmörgum heiðursorðum og nafnbótum.

 

Þetta eru viðbrögð keisarans eftir að hann hefur verið viðstaddur sýningu á vélinni í Lyon. Jacquard fann vélina upp árið 1801 og fékk einkaleyfi á henni árið eftir. Þessi vefgerðarvél er svo einstök að hún gæti átt eftir að gerbylta öllum klæðagerðariðnaði.

 

Fram að þessu hafa vefarar þurft að þræða hvern þráð fyrir sig. Það var bæði mikil þolinmæðisvinna og tímafrek. En í vél Jacquards er vefnaðarmynstrið ákvarðað með svokölluðu gatakorti. Með þessu korti er öllum þráðum raðað rétt til að úr fáist ákveðið mynstur.

 

Og þar með er skyndilega unnt að framleiða vefnaðarvöru af áður óþekktri nákvæmni og fyllilega vélrænt.

 

Þessi háþróaða vél er afar óvinsæl meðal vefara, enda óttast þeir um lífsafkomu sína og fyrir aðeins fáeinum árum réðust vefarar bæði á vélina og uppfinningamanninn. Minnstu munaði að Jacquard léti lífið í árás hinna reiðu vefara.

 

„Járnið úr vélunum mínum var selt sem brotajárn, viðurinn höggvinn í eldinn og ég sjálfur hafður opinberlega að spotti,“ skrifaði Jacquard sjálfur um þessa óþægilegu lífsreynslu.

 

En nú er tíminn greinilega farinn að vinna með Jacquard og uppfinning hans nýtur vaxandi vinsælda.

 

Fjölmargir vefnaðarvöruframleiðendur víðs vegar í Evrópu bíða þess með óþreyju að fá að kaupa Jacquardvél og sérfræðingar spá því að í Frakklandi einu muni þessar vélar verða 11.000 talsins.

 

Framsýnir kaupsýslumenn spá því líka að hugmyndin um að nota gatakort og endurtekningu til stýringar muni einhvern tíma í framtíðinni hafa meiri afleiðingar en mögulegt sé að sjá fyrir.

 
 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is