Á meðan Napóleonsstríðin geisuðu óttuðust Bretar allt sem franskt var og fyrir vikið voru íbúarnir í smábænum Hartlepool á varðbergi þegar þeir komu auga á franskt skip sem var í þann veginn að sökkva.
Allir bæjarbúarnir, um 900 sálir, drifu sig niður að sjó, þar sem þeim mætti furðuleg sjón. Sá eini sem virtist hafa komist lífs af á skipinu var nefnilega api sem sjóliðarnir höfðu skemmt sér við að láta klæðast frönskum einkennisbúningi.
LESTU EINNIG
Íbúarnir í Hartlepool höfðu aldrei á ævinni barið Frakka augum og hvað þá að þeir hefðu séð apa. En þar sem „skipbrotsmaðurinn“ var klæddur einkennisbúningi óvinarins álitu Bretarnir að þarna hlyti að vera um að ræða loðinn Frakka.
Í því skyni að skera úr um hvort viðkomandi væri njósnari settu íbúarnir á laggirnar dómstól. Apinn hafði eðlilega ekki mikið að segja sér til varnar og var fyrir vikið hengdur.
Í dag er að finna styttu í bænum sem minnir á þá tíð er íbúarnir hengdu apa sem þeir töldu vera franskan njósnara.