Api var tekinn fyrir Frakka og hengdur sem slíkur

Þegar fremur loðinn franskan hermann rak á land í grennd við enska bæinn Hartlepool á meðan Napóleonsstríðin geisuðu, féll þeim innfæddu allur ketill í eld.

BIRT: 30/12/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Á meðan Napóleonsstríðin geisuðu óttuðust Bretar allt sem franskt var og fyrir vikið voru íbúarnir í smábænum Hartlepool á varðbergi þegar þeir komu auga á franskt skip sem var í þann veginn að sökkva.

 

Allir bæjarbúarnir, um 900 sálir, drifu sig niður að sjó, þar sem þeim mætti furðuleg sjón. Sá eini sem virtist hafa komist lífs af á skipinu var nefnilega api sem sjóliðarnir höfðu skemmt sér við að láta klæðast frönskum einkennisbúningi.

 

Íbúarnir í Hartlepool höfðu aldrei á ævinni barið Frakka augum og hvað þá að þeir hefðu séð apa. En þar sem „skipbrotsmaðurinn“ var klæddur einkennisbúningi óvinarins álitu Bretarnir að þarna hlyti að vera um að ræða loðinn Frakka.

 

Í því skyni að skera úr um hvort viðkomandi væri njósnari settu íbúarnir á laggirnar dómstól. Apinn hafði eðlilega ekki mikið að segja sér til varnar og var fyrir vikið hengdur.

 

Í dag er að finna styttu í bænum sem minnir á þá tíð er íbúarnir hengdu apa sem þeir töldu vera franskan njósnara.

 

BIRT: 30/12/2022

HÖFUNDUR: Niels-Peter Granzow Busch

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © John Devlin/Imageselect, Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is