Náttúran

Hvernig rata sjávarspendýr?

Ég velti fyrir mér hvernig selir og hvalir fari að því að rata sömu uppeldis- eða veiðisvæða ár eftir ár.

BIRT: 06/03/2024

Sjávarspendýr eru fær um rata mörg þúsund kílómetra leiðir um heimshöfin. Þau leggja á sig langferðir til að komast á hefðbundnar uppeldisstöðvar eða svæði þar sem mikið er um fæðu á tilteknum tíma árs.

 

Svo langar ferðir um opið haf gera miklar kröfur varðandi hæfni þessara dýra til að gera sér grein fyrir staðsetningu og halda áttum.

 

Líffræðingum er ekki fyllilega ljóst hvernig dýrunum tekst þetta, en ýmsar tilgátur hafa verið settar fram.

 

⇒Svona rata sjávarspendýrin:

Settu bendilinn yfir gulu punktana og lestu um aðferðir sjávarspendýra við að rata. Allt frá vatnsbragðinu yfir í hafstrauma og stjörnuhimininn.

Stýra eftir segulsviðinu

Sjávarspendýr gætu búið yfir segulskyni í heila og áttað sig þannig eftir segulsviði jarðar. T.d. hafa líffræðingar greint sundstefnu hnúfubaka frá Hawaii til Alaska. Stefnan vék aðeins um 1 gráðu frá segulnorðri.

Bragð af ferskvatni

Sjávarspendýr geta líklegast greint seltumun á bragðinu. Þannig geta þau skynjað hvar ferskvatn streymir út frá ósum fljóta og um leið notað ósana sem kennileiti.

Láta berast með straumum

Meginstraumar í höfunum geta gagnast sumum sjávarspendýrum, sem gætu hafa lært að fylgja tilteknum straumi í ákveðinn tíma.

Fylgjast með sólinni

Sjávarspendýr nota himininn til að rata. Þau geta t.d. viðhaft þá meginreglu að sólin rísi á vinstri hlið, þegar þau ferðast til uppeldisstöðva og til hægri þegar haldið er til baka til veiðisvæðanna.

Fjöllin sem kennileiti

Bæði selir og hvalir geta horft í kringum sig yfir vatnsborðinu og geta því stuðst við ákveðin kennileiti á landi, t.d. fjallatinda á þeim hluta leiðarinnar sem liggur meðfram þurrlendi.

Nota stjörnur sem vegvísa

Tilraunir sýna að selir geta notað stjörnur til að rata. Líffræðingar telja að hvalir hafi sömu hæfni.

Til að komast á tiltekið svæði þarf selur eða hvalur að gera sér ljóst hvar hann er staddur og hafa áttaskyn til að vita hvaða stefnu hann á að taka.

 

Einhvers konar ytri kennimerki eru nauðsynleg í báðum tilvikum.

 

Líffræðingar hafa t.d. getið sér þess til að hvalir og selir finni á seltubragðinu hvort þeir eru staddir undan ósum fljóta og geti nýtt sér t.d. fjöll sem kennileiti, eða þá að þeir geti skynjað segulsvið jarðar eins og t.d. farfuglar.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hvernig gátu riddarar í brynju farið á klóið?

Maðurinn

Ofurörvuð börn læra minna

Alheimurinn

Ráðgátan um dularfullu geimhringana

Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Náttúran

Snjáldurmýs ganga á eigin heila

Náttúran

Háhyrningar réðust á bát og beittu áður óséðri aðferð

Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Læknisfræði

Kvefast ég frekar ef ég fer út með blautt hár?

Náttúran

Súrefni: Hvað er súrefni – og er hægt að fá of mikið af því?

Náttúran

Nú gætum við fundið leynilegar tímavélar alheimsins

Maðurinn

Heilasérfræðingar: Ástin og vináttan verðlauna heilann

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is