Sjávarlíffræðingar finna stærstu fiskabyggð sögunnar

Vísindamenn við Suðurskautslandið hafa uppgötvað stærstu nýlendu fiska sem sést hefur: 60 milljón fiskihreiður á svæði sem er tvöfalt stærra en París.

BIRT: 07/04/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Þýski ísbrjóturinn RV Polarstern var í suðurhluta Weddellhafsins undan Suðurskautslandinu þar sem sjávarlíffræðingar um borð rannsökuðu náttúrufyrirbæri á hafsbotni sem gerir vatnið þar tveimur stigum heitara en annars staðar á svæðinu.

 

En þegar vísindamennirnir sendu neðansjávarmyndavél skipsins hálfan kílómetra niður á botn fundu þeir óvart eitthvað allt annað en það sem þeir voru að leita að: risastórt hrygningarsvæði fiska, sem samanstendur af allt að 60 milljón fiskihreiðrum.

 

Hreiðrin tilheyra Suðurskauts-ísfiskinum Neopagetopsis ionah og það er ekki óalgengt að sjá ísfisk þyrpast saman uppeldissvæðum sínum.

 

En fyrra met u.þ.b. 60 fiskihreiðra féll með þessari nýju 60 milljón hreiðra uppgötvun.

Ísbrjóturinn RV Polarstern að störfum í Weddellhafi.

Hrygningarsvæðið tvöfalt stærra en París

Hrygningarsvæðið í Weddellhafinu dreifist yfir svæði sem er 240 ferkílómetrar með hreiðrum þar sem u.þ.b. 25 sentimetrar eru á milli. Þetta samsvarar svæði sem er tvöfalt stærri en París.

 

Hreiðrin eru um það bil 75 sentimetrar í þvermál og hýsir hvert allt að 2100 egg. Flest hreiðranna er gætt af einum fullorðnum ísfiski.

 

Þessi uppgötvun er ekki bara stærsta ísfiskabyggð sem vitað er um, hún er stærsta fiskabyggð sem vísindin hafa nokkru sinni upplifað hvar sem er í heiminum.

 

Nýlendan gæti verið vegna hitahækkunar

Vísindamennirnir gera ráð fyrir að það sé einmitt fyrirbærið á hafsbotninum sem þeir voru að rannsaka sem gæti verið ástæða þessa mikla fjölda ísfiskshreiðra.

 

Fyrirbærið sem þeir voru að rannsaka kallast uppstreymi og það gerist þegar næringarríkt grunnvatn þrýstist upp á yfirborðið.

 

Þetta hefur í för með sér náttúrulega hækkun hitastigs við botninn og gnægð dýrasvifs á yfirborðinu sem nýgotinn ísfiskur syndir upp að og étur áður en hann syndir aftur hálfan kílómetra niður.

 

Sjávarlíffræðingarnir bjuggust því við hrygningarsvæðum ísfisks á þessu svæði, en alls ekki í svo miklum mæli.

Hið nýfundna hrygningarsvæði samanstendur af 60 milljón hreiðrum með allt að 2100 eggjum í hverju.

Myndavélar munu fylgjast með eggjunum klekjast út

Þar sem svo mikið af fiskum og eggjum er samankomið á takmörkuðu svæði, áætla vísindamenn fisktegundina hafa heildarlífmassa vel yfir 60.000 tonn og að hún sé hluti af einstöku vistkerfi, líklega sem bráð Weddel-selsins.

 

Vísindamenn líta á þessa sögulegu uppgötvun sem aðra augljósa ástæðu til að friða hafsvæðin í þessum heimshluta. Þeir komu fyrir tveimur myndavélakerfum á svæðinu til að læra meira um hegðun nýlendunnar og fylgjast með hvað gerist þegar þessi ótrúlegi fjöldi eggja klekst út.

BIRT: 07/04/2023

HÖFUNDUR: DENIS RIVIN

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © Alfred Wegener Institute/Tim Kalvelage,© Alfred Wegener Institute/PS124 AWI OFOBS Team

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is