Nasistar gerðu margvíslegar læknisfræðilegar tilraunir á þeim föngum sem voru innilokaðir í útrýmingarbúðum í síðari heimsstyrjöldinni.
Markmiðin með tilraununum voru m.a. að prófa ný vopn, prófa meðferðir fyrir herinn eða staðfesta kynþáttahugmyndir nasistanna.
Tilraunirnar voru oft gerðar af læknum sem í mörgum tilvikum limlestu eða drápu fangana.
Sem dæmi „græddu“ nasistalæknar í útrýmingarbúðunum Ravensbrück árin 1942 – 43 vöðva, bein og taugar í fanga til þess að öðlast þekkingu sem átti að gera nasistum kleift að bjarga illa særðum hermönnum á vígvellinum.
Dauðalæknirinn flúði refsingu
Einn skelfilegasti læknir nasista var Joseph Mengele sem gerði tilraunir á þúsundum af börnum, dvergum og tvíburum í Auschwitz-Brickenau útrýmingarbúðunum.
Mengele reyndi að sanna yfirburði aríska kynþáttarins og fangar voru m.a. saumaðir saman eða eitri var sprautað í þá.
Að stríði loknu flúði Mengele til Suður-Ameríku þar sem hann lifði undir fölsku flaggi þar til hann dó árið 1979.
Afar sársaukafullar aðgerðir voru gerðar án deyfingar
Í Dachau og Auschwitz framkvæmdu nasistar tilraunir sem áttu að fyrirbyggja og meðhöndla ofkælingu hermanna.
Í þeim voru naktir fangar í útrýmingarbúðunum látnir standa úti í frostinu í marga tíma eða þá að þeir voru settir í kör með vatni við frostmark.
Síðan var sumum föngum fleygt í sjóðandi vatn.
Læknisfræðilegar tilraunir nasista kostuðu mörg þúsund manns lífið í útrýmingarbúðunum.
Sigmund Rascher var læknir nasista í flughernum og gerði m.a. tilraunir þar sem hann kældi niður fanga. Hann var handtekinn í apríl 1944 að skipan SS-foringjans Himmlers og tekinn af lífi eftir ákærur um mannrán, morð og skjalafölsun.
Ernst Holzlöhner var prófessor í líffærafræði og gerði tilraunir á föngum í útrýmingarbúðunum Dachau. Bandamenn handtóku hann að stríði loknu en hann framdi sjálfsmorð í júní 1945 þegar átti að dæma hann.
Fangar voru kældir niður tímunum saman í stórum tönkum í klakavatni. Markmiðið var að rannsaka hvernig hermenn myndu bregðast líkamlega við ofkælingu. Til þess að gera tilraunirnar sem raunverulegastar voru sumir fangar klæddir í hermannabúninga.
Læknisfræðilegar tilraunir nasista kostuðu mörg þúsund manns lífið í útrýmingarbúðunum.
Sigmund Rascher var læknir nasista í flughernum og gerði m.a. tilraunir þar sem hann kældi niður fanga. Hann var handtekinn í apríl 1944 að skipan SS-foringjans Himmlers og tekinn af lífi eftir ákærur um mannrán, morð og skjalafölsun.
Ernst Holzlöhner var prófessor í líffærafræði og gerði tilraunir á föngum í útrýmingarbúðunum Dachau. Bandamenn handtóku hann að stríði loknu en hann framdi sjálfsmorð í júní 1945 þegar átti að dæma hann.
Fangar voru kældir niður tímunum saman í stórum tönkum í klakavatni. Markmiðið var að rannsaka hvernig hermenn myndu bregðast líkamlega við ofkælingu. Til þess að gera tilraunirnar sem raunverulegastar voru sumir fangar klæddir í hermannabúninga.
Aðrir fangar í útrýmingarbúðunum voru m.a. sveltir, gasaðir, þeim gefið eitur eða þá að þeir voru smitaðir með banvænum sjúkdómum. Eins voru útlimir fanga skornir af þeim án deyfingar.
Eftir síðari heimsstyrjöldina sættu 23 háttsettir læknar og liðsforingjar ákærum fyrir hlut sinn í tilraununum.
Sjö voru sýknaðir – aðrir dæmdir til dauða eða í langa fangelsisvist.