Lifandi Saga

Leið nasista til valda í Þýskalandi

Þýskir stjórnmálamenn gátu ekki sameinast um lausnir á gríðarlegum vanda Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöld og kauphallarhrunið á Wall Street. Hitler fann leið til að nýta sér vantraust almennings gagnvart stjórnmálamönnum og náði völdum 1933. Skömmu síðar var lýðræðið afnumið.

BIRT: 14/07/2022

Hitler neyddist inn á nýjar brautir

20. maí 1928

Við kosningar til ríkisþingsins fær nasistaflokkurinn NSDAP aðeins 2,8% atkvæða. Niðurstaðan er hörmuleg og flokksleiðtoginn Adolf Hitler ákveður að breyta baráttuaðferðunum. Andsemísku slagorðin eru sett til hliðar til að hræða ekki borgarana. Þess í stað eiga stormsveitirnar (SA) að heyja harða götubardaga gegn sósíaldemókrötum og kommúnistum.

 

Stórsigur nasista

14. september 1930

 

Kauphallarhrunið í New York ári fyrr hefur bitnað illa á Þýskalandi. Milljónir hafa misst vinnuna og fyrir þingkosningarnar ná slagorð Hitlers eyrum kjósenda. Nasistar fá 18,3% atkvæða.

Hitler verður nr. 2

10. apríl 1932

 

Þjóðverjar kjósa sér forseta. Allir flokkar nema nasistar og kommúnistar styðja sitjandi forseta, Paul von Hindenburg og hann fær 53% atkvæða. Hitler verður í 2. sæti með 36,8%.

Í Berlín báru menn plaköt og reyndu að sannfæra síðustu kjósendurna fyrir forsetakosningarnar á kjördag, þann 10. apríl 1932.

 

Stuðningur við ríkisstjórn

1. júní 1932

 

Hindenburg forseti skipar íhaldsmanninn Franz von Papen sem kanslara. Hann stýrir minnihlutastjórn íhaldsmanna og hún nýtur stuðnings nasistaflokksins.

 

Óvinunum sundrað

20. júlí 1932

 

Eftir hvatningu nasista leysir Papen kanslari upp prússneska héraðsþingið í Berlín en þar höfðu sósíaldemókratar haft tögl og hagldir. Í rauninni er þetta valdarán sem einkum gagnast nasistum í höfuðborginni.

 

Nasistar stærstir

31. júlí 1932

Í ríkisþingkosningunum verður nasistaflokkurinn stærsti flokkur landsins með 37,3%. Hitler krefst kanslaraembættisins. Honum er boðið embætti varakanslara en hafnar því.

 

Lög gegn ofbeldi

9. ágúst 1932

 

Nasistar fá samþykkt lagafrumvarp um strangari viðurlög gegn ofbeldi á hinu pólitíska sviði. Viðurlögin verða allt upp í ævilangt fangelsi eða jafnvel líflát. Síðar nýtir Hitler þessi lög iðulega gegn pólitískum andstæðingum.

 

Nasistar tapa fylgi

6. nóvember 1932

 

Nasistar tapa talsverðu fylgi í nýjum kosningum. Í kjölfarið segir von Papen af sér kanslaraembættinu. Við því tekur Kurt von Schleicher hershöfðingi sem vill mynda ríkisstjórn með sósíaldemókrötum.

 

Ætlaði að hemja Hitler

30. janúar 1933

 

Nú vill von Papen komast aftur til valda. Hann telur sig geta ráðið við nasista og býður Hitler kanslaraembættið gegn því að verða sjálfur varakanslari. Daginn eftir krefst Hitler nýrra kosninga.

 

Ríkisþinghúsið brennur

27. febrúar 1933

 

Þýska ríkisþinghúsið í Berlín brennur. Nasistar fullyrða að kommúnistar séu að undirbúa byltingu. Leiðtogar kommúnistaflokksins eru handteknir og blöðum þeirra lokað.

Hitler fær völdin

5. mars 1933

Í þingkosningunum ná nasistar ekki meirihluta – en þó 43,9% atkvæða. Hitler er nú valdamesti maður samsteypustjórnarinnar og von Papen verður einungis verkfæri í höndum hans.

 

Einræðisherra Þýskalands

23. mars 1933

 

Strax eftir kosningarnar hefjast nasistar handa við að treysta völd sín. Ríkisstjórnin samþykkir m.a. sérstök lög sem veita kanslaranum löggjafarvaldið í fjögur ár.

                                 Hitler tók við forsetaembættinu af hinum aldraða Hindenburg.

Gyðingarnir reknir

7. apríl 1933

 

Nasistar setja lög sem banna gyðingum og pólitískt grunsamlegu fólki að gegna opinberum störfum. Lögin bitna líka á þeim gyðingum sem eru lögmenn og læknar í opinberri þjónustu.

 

Verkalýðsfélög bönnuð

2. maí 1933

 

Öll sjálfstæð stéttarfélög eru bönnuð. Nú eiga jafnt launþegar sem atvinnurekendur að vera meðlimir í stéttarfélagi nasista, Deutsche Arbeitsfront (DAF). Mánuði síðar eru allir stjórnmálaflokkar bannaðir að nasistaflokknum einum undanskildum.

 

Stuðningur hersins

16. maí 1934

 

Hitler lofar að endurreisa þýska herinn og á móti lofa yfirmenn hersins að styðja Hitler í embætti forseta í stað hins aldraða Hindenburgs sem orðinn er sjúkur.

 

Nótt hinna löngu hnífa

30. júní 1934

Stormsveitir nasista (SA) hafa þróast í sjálfstæða valdastofnun innan nasitaflokksins. Hitler lætur handtaka valdamenn sveitanna og taka þá af lífi. Mörg hundruð láta lífið á „Nótt hinna löngu hnífa“.

 

Hitler verður „Foringinn“

2. ágúst 1934

Forsetinn, Paul von Hindenburg, deyr 86 ára að aldri. Ríkisstjórnin, þar sem Hitler ræður nú öllu, samþykkir lög sem fara í bága við stjórnarskrána og færa hlutverk forseta í hendur kanslarans, þar á meðal æðstu stjórn hersins. Hitler tekur sér titilinn „Foringi og ríkiskanslari“, (Führer und Reichskanzler“.

 

Hitler lofar atvinnu: Loforðið um full afköst verksmiðjanna tryggir Hitler völdin næstu fjögur árin.

LESTU EINNIG

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is