Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Plöntufræ geta legið lengi í jörðu áður en þau byrja að spíra. Hvernig vita þau að nú sé tímabært að spíra?

BIRT: 19/04/2024

Fræ innihalda lítil plöntufóstur, svokölluð kím sem haldast á fósturstigi allt þar til aðstæður umhverfis þau gefa til kynna að nú sé kominn tími til að þroskast.

 

Hvaða aðstæður þurfa að vera fyrir hendi er breytilegt frá einni plöntu til annarrar en að öllu jöfnu skiptir vatn sköpum fyrir spírunarferlið. Þá hafa hitastig og birta einnig sitt að segja, því of hátt eða lágt hitastig getur heft spírunina, auk þess sem birta getur heft tilteknar plöntur og dimma aðrar.

 

Kímið er varið af fræskurn sem yfirleitt samanstendur af hörðum vef frá móðurplöntunni. Flest fræ innihalda einnig fræhvítu en um er að ræða blöndu af sterkju, próteinum og fitu.

 

Þegar plöntufræið sogar til sín vökva, brotnar næring fræhvítunnar niður í minni einingar sem kímið nýtir sér til að vaxa.

Raki vekur plöntufóstrið til lífsins

Þegar fræ hefur sogað til sín nægilegt magn vatns brýst plöntukímið út úr dvalarstað sínum á bak við skurnina.

1. Plöntufræ þrútna út

Vökvi kemst inn í plöntufræið sem þrútnar út og virkjar frumuskiptingar í plöntukíminu (hvítt). Prótein umbreyta fræhvítunni (gult) í glúkósa og amínósýrur og kímið byrjar að vaxa.

2. Plöntufóstur brýst út

Þegar kímið hefur stækkað nægilega mikið brýst kímrótin út gegnum skurnina og vex lengra niður í jörðina. Þar myndast lítið rótarnet sem sogar til sín vatn og næringu.

3. Ung planta sprettur upp

Aukið vatnsmagn og næring gera það að verkum að kímstöngullinn vex upp úr yfirborði jarðar. Þegar ljós skín á örsmá kímblöðin stjórnast frekari vöxtur plöntunnar af ljóstillífun.

Endinn sem stingst út úr nýspíruðu fræi er kímrótin sem skiptir sköpum fyrir áframhaldandi spírun plöntunnar, því rótin myndar heilt net af rótaröngum sem gera plöntunni kleift að taka upp meira vatn og næringu úr jörðu.

 

Að þessu loknu vex svo sjálfur kímstöngullinn upp í átt að yfirborðinu. Það ræðst svo af tegund plöntunnar hvort eitt eða tvö kímblöð opnast. Að þessu loknu er örsmá plantan undir það búin að taka við sólarljósi og hrinda af stað ljóstillífun sem gerir henni kleift að halda áfram að vaxa.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: JONAS GROSEN MELDAL

© Shutterstock & Lotte Fredslund. © Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hanukkah: Kraftaverkahátíð gyðinga

Náttúran

Hvað eru eldur og logar?

Náttúran

Hvernig stendur á því að bæði heitt vatn og kaldur ís fljóta á vatni?

Alheimurinn

Hvað eru norðurljós?

Heilsa

Tilraun: Langvarandi fasta getur haft neikvæð áhrif

Náttúran

Hvað eru heimsálfurnar margar?

Maðurinn

Draumráðningar – Hvað þýða draumar þínir?

Náttúran

Vetrardvali tryggir lífsskilyrði dýra

Maðurinn

Góðir erfðavísar gera andlitið skakkt: Fögnum ósamhverfu!

Tækni

Ný rafhlöðutækni fyrir rafbíla dregur verulega úr hleðslutíma

Maðurinn

Fólk fætt í sveit er betur áttað.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is