Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Vísindamenn á Norðurlöndunum hafa notað tvö náttúruleg efni í tilraun til að hægja á þróun hjarta- og æðasjúkdóma, svo og öldrun. Rannsóknir þeirra gætu stuðlað að bættri heilsu okkar langtum lengur en nú þekkist.

BIRT: 01/04/2024

Heilbrigt og langt líf er sennilega efst á óskalista okkar flestra og líkurnar á að þetta rætist hafa hugsanlega aukist eftir að gerð var ný uppgötvun. Hópur sænskra og norskra vísindamanna hefur nefnilega komist að raun um með hvaða móti mætti hugsanlega hægja á líffræðilegri öldrun líkamans og fresta því að hjarta- og æðasjúkdómar geri vart við sig.

 

Í tilraun sem gerð var á alls 443 eldri körlum og konum og nýverið var birt í tímaritinu Nutrients, leiddu vísindamenn í ljós að fólki sem var gefið daglega steinefnið selen og hjálparensímið Q10 sem er fæðubótarefni, voru með lengri litningaenda en hinir sem fengu lyfleysu. Fyrri rannsóknir höfðu tengt stutta litningaenda við öldrun og hjarta- og æðasjúkdóma, svo nú virðist sem vísindamenn hafi fundið leið til að hægja á ferlinu sem gerir okkur veikluð og öldruð.

 

Lengir hugsanlega lífið

Litningaenda sem eiga stóran þátt í að verja frumurnar gegn hrörnun, er að finna á endum allra DNA-raða. Líkt og skóreimar eru varðar með plasti til að koma í veg fyrir að þær rakni upp, gera litningaendarnir svipað gagn til að DNA-raðirnar haldist heilar.

 

Litningaendarnir styttast í hvert skipti sem frumur skipta sér. Þegar þeir hafa runnið sitt skeið og DNA-raðirnar byrja að trosna, eru dagar frumunnar taldir. Þessu mætti líkja við eins konar klippikort fyrir alla ævidaga okkar, því litningaendarnir ákvarða hversu lengi fruman getur enst. Ef við sjáum til þess að líkaminn sé útbúinn nægilegu magni af selen og Q10 virðumst við geta lengt ferðalag okkar hér á jörðu.

LESTU EINNIG

Vísindamennirnir mældu lengd litningaendanna í hvítfrumum sem eru hvítu blóðkornin og hluti af ónæmiskerfi líkamans. Um er að ræða þekkta aðferð til að öðlast frekari innsýn í líffræðilegan aldur líkamans, ekki hvað síst sökum þess að lengd litningaendanna í hvítfrumum er ekki ýkja frábrugðin lengdinni í öðrum frumum líkamans.

Frumur hafa þörf fyrir Q10 til að framleiða orku

Hjálparensímið Q10 (einnig kallað úbíkínon) er efni sem allar frumur líkamans hafa þörf fyrir í því skyni að framleiða orku. Í þessu ferli sem í daglegu tali nefnist orkuefnaskipti, umbreytast fita, prótein og kolvetni í adenosíntrífosfat (ATP) en um er að ræða staðlað form efnaorku sem allar lífverur notfæra sér við orkumiðlun.

 

Líkaminn getur framleitt Q10 sjálfur, m.a í lifrinni en þegar við nálgumst tvítugt byrjar framleiðsla líkamans sjálfs að láta undan síga. Magnið af Q10 í líkama áttræðra einstaklinga er t.d. helmingi minna en í tvítugum. Þegar fólk kemst á fimmtugs- og sextugsaldur fara margir að finna fyrir aukinni þreytu og þverrandi orku sem hvort tveggja á rætur að rekja til minna Q10-magns í líkamanum.

„Mælingar okkar hafa leitt í ljós að þegar líkamann skortir selen og hjálparensímið Q10, verður öldrunarferlið örara en ella. Með því að taka þessi efni inn sem fæðubótarefni er unnt að hægja á ferlinu þannig að öldrunin gangi hægar fyrir sig“, útskýrir forsvarsmaður rannsóknarinnar, Urban Alehagen, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Linköping.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is