Tækni

Hvernig virkar C14-greining?

Aldursgreining með kolefninu C14 hefur allt síðan á sjötta áratugnum hjálpað fornleifafræðingum við að tímasetja fornleifar sem geta verið allt að 50.000 ára gamlar.

BIRT: 01/02/2024

Kolefnisgreining

Allar lífverur taka til sín kolefnisísótópið C14 á líftíma sínum en inntakan stöðvast þegar lífveran deyr. Með því að mæla magnið sem eftir er í líkamsleifum má reikna út hve gamlar þær eru.

 

Með kolefnisaðferðinni geta vísindamenn aldursákvarðað leifar bæði plantna og dýra allt að 50.000 ár aftur í tímann eða svo.

 

Ísótópið C14 er geislavirkt efni sem myndast í andrúmslofti vegna áhrifa geimgeislunar á köfnunarefni.

 

Þetta geislavirka kolefni er hluti af lífefnahringrásinni á jörðinni og plöntur jafnt sem dýr og menn taka það til sín. Þegar lífveran deyr, stöðvast inntaka C14 og við tekur sundurfall efnisins. Það dregur sem sagt úr magni þess með tímanum.

Með því að mæla magn kolefnisísótópsins C14 í t.d. gömlu beini og bera saman við sýni úr nútímabeini má greina aldur beinaleifanna.

Í kolefnisfrumeindum eru yfirleitt sex róteindir og sex nifteindir og venjulegt kolefni kallast því C12. Í þessu þyngra ísótópi, C14, eru hins vegar átta nifteindir.

 

Nú til dags þarf aðeins þúsundasta hluta úr grammi til að ákvarða aldur leifa af lífveru. Sýnið er sett í hraðal sem á sem einföldustu máli má segja að geti greint hið þunga C14 frá hinu venjulega C12.

 

Kolefnisaðferðin er ekki alveg nákvæm

Svonefndur helmingunartími kolefnis-14 er 5.730 ár en að þeim tíma liðnum er aðeins helmingur upprunalegs magns eftir.

 

Og eftir tvöfaldan helmingunartíma eru aðeins 25% eftir af upphaflegu magni C14.

 

Mælingaraðferðin er þó ekki fyllilega nákvæm vegna þess að C14-innihald andrúmsloftsins er ekki alveg stöðugt, heldur breytist ár frá ári vegna breytinga á segulsviði bæði jarðar og sólar.

 

Óvissubilið er +/-40 í leifum frá miðöldum og +/-100 ár í leifum frá steinöld.

 

Fiskur getur líka valdið skekkjum við aldursákvarðanir, t.d. á búsetuleifum frá steinöld. Fiskar hafa nefnilega í sér fremur lítið af C14 og hafi steinaldarmenn matbúið fisk í leirkerjum sínum gætu mögulega fengist niðurstöður þar sem skeikaði mörg þúsund árum.

 

Þetta kom reyndar ekki í ljós að fullu fyrr en eftir danska rannsókn árið 2013, þegar vísindamenn matreiddu nýveiddan fisk í leirkerjum og aldursgreindu hann síðan með C14-aðferðinni.

 

Niðurstöðurnar sýndu að nýveiddur fiskur væri 2.000 ára gamall og leirkerin sjálf virtust líka miklu eldri en þau voru í raun og veru.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: STINE OVERBYE

Shutterstock,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Heilinn veslast upp af einsemd

Lifandi Saga

Af hverju er svona erfitt að taka Krím?

Heilsa

Yfir helmingur jarðarbúa fær allt of lítið af lífsnauðsynlegum næringarefnum

Maðurinn

Nýleg rannsókn: Vika án nettengingar er holl fyrir sálina

Heilsa

Morgunmatur skiptir höfuðmáli fyrir geðheilsu barna og unglinga.

Alheimurinn

Milljarðamæringur fer í fyrstu geimgöngu sögunnar á vegum einkaaðila.

Náttúran

Af hverju er haustlauf í svo misjöfnum litum?

Lifandi Saga

Gleymdur frumkvöðull vökvaði eyðimörkina

Maðurinn

Hvers vegna gnísta sumir tönnum – og er það skaðlegt?

Lifandi Saga

Skilnaðir voru daglegt brauð í Róm og Babýlon

Maðurinn

Þannig búa sólageislar þig undir skammdegið

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is