Menning og saga

Hvað telst vera mesta svindl fornleifafræðinnar?

Heimur fornleifafræðinnar er harður heimur og möguleikinn á að uppgötva eitthvað stórfenglegt er það lítill að margir hafa í gegn um tíðina hagrætt aðeins með smá lími, leir og handlagni.

BIRT: 25/09/2024

Árið 1912 gerði breski fornleifaáhugamaðurinn Charles Dawson uppgötvun sem setti vísindaheiminn nánast á annan endann.

 

Í malargryfju einni í suðurhluta Englands hafði hann rekist á beinagrindarleifar eftir mann sem virtist vera týndi hlekkurinn, þ.e. þróunarfræðilega tengingin á milli mannsins og forfeðra okkar sem líktust öpum.

 

Beinagrind hins svokallaða Piltdown-manns samanstóð af mennskri höfuðkúpu með sterklegan kjálka en Dawson kvað hvort tveggja vera 500.000 ára gamalt.

Höfuðkúpa Piltdown-mannsins var samsett úr mörgum tegundum.

Höfuðkúpan

átti rætur að rekja til miðaldamanns.

Kjálkinn

var úr órangútan og tönnin úr simpansa.

Höfuðkúpa Piltdown-mannsins var samsett úr mörgum tegundum.

Höfuðkúpan

átti rætur að rekja til miðaldamanns.

Kjálkinn

var úr órangútan og tönnin úr simpansa.

Áratugum saman var þessi merki fundur álitinn vera það mikilvægasta sem gerst hefði á sviði fornleifafræðinnar en árið 1953 varð unnt að beita nýrri aldursgreiningu sem leiddi í ljós að beinin ættu að öllum líkindum rætur að rekja til miðalda og gætu því engan veginn stafað frá fornaldarmanni.

 

Frekari rannsóknir leiddu í ljós að um var að ræða bein úr manni og tveimur ólíkum apategundum, sennilega órangútan og simpansa.

 

Þá kom enn fremur í ljós að tennurnar hefðu verið sorfnar, í því skyni að láta þær líkjast mannatönnum.

 

Aldrei hefur tekist að upplýsa hver stóð að baki svindlinu. Árum saman þóttu margir ólíkir vera sennilegir sökudólgar.

 

Umfangsmikil rannsókn sem gerð var árið 2016 þótti leiða í ljós að Dawson væri sá seki.

Svik á sviði fornleifafræðinnar:

  • Cardiff-risinn var steingervingur þriggja metra hás karlmanns sem fannst árið 1869. Í ljós kom að tóbakssali einn hafði búið risann til.

 

  • Höfuðdjásnið frá Saitafernes var gullhjálmur sem keyptur hafði verið fyrir Louvre-safnið árið 1896. Gullsmiður nokkur hafði gert hann árið 1894.

 

  • Árið 1838 fannst svokallaður Grave Creek-steinn en í hann var grafið einkar frumstætt stafróf. Í ljós kom að steinninn var falsaður.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: EMRAH SÜTCÜ & BUE KINDTLER-NIELSEN

John Cooke, The Natural History Museum/Imageselect.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Ný rannsókn leiðir í ljós: Þetta er barnið í systkinahópnum sem er oftast í uppáhaldi hjá foreldrum

Jörðin

Kólnar jörðin smám saman að innanverðu?

Náttúran

Af hverju er ekki hættulegt að búa í Hírósíma?

Lifandi Saga

Hvað varð um „skriðdrekamanninn“ á Torgi hins himneska friðar? 

Maðurinn

Hvenær byrjuðu menn að reykja?

Lifandi Saga

Hver er munurinn á sjíta – og súnníta múslimum? 

Lifandi Saga

„Fólk trúði því að jörðin væri flöt“

Náttúran

Sjáið furðuverurnar: Óþekktar tegundir leynast í djúpinu 

Maðurinn

Ættartréð vefst fyrir vísindamönnum: Hverjir voru forfeður okkar?

Alheimurinn

Svarthol gata alheim okkar 

Menning

Nei! Jörðin er ekki flöt

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is